„Hljómsveitin XIII“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Eitt lag af ''Fruits'', lagið „Thirteen“ fór á safnplötuna ''Íslensk tónlist 1993'' og hlaut talsverða útvarpsspilun. Árni Matthíasson sagði í plötudómi sínum að þetta væri besta lag plötunnar.
 
XIII hóf upptökur á sinni fyrstu breiðskífu ''[[Salt (hljómplata)|Salt]]'' um veturinn 1993 en Guðmundur hafði þá sagt skilið við þá félaga. Salt var tekin upp og hljóðblönduð í vöruskemmu í Hafnarfirði af Ingvari Jónssyni. XIII náði samningi um útgáfu Salt við Spor sem var útgafa undir stjórn Steinars Berg Ísleifssonar. Jón Ingi Þorvaldsson var ráðinn bassaleikari sveitarinnar og Salt kom út 13. maí árið 1994. Salt þótti þung og menn fóru mikinn í dómum. „Tónlistin fellur á mann eins og dautt naut...“ sagði [Dr. Gunni] í plötudómi sínum{{heimild vantar}} og klykkti út með því að líkja plötunni við „vetur sem þú getur sett í spilarann ef þér er illa við sólarljós“.{{heimild vantar}} Salt seldist hins vegar ágætlega og er fyrir löngu orðin algerlega ófáanleg.
 
Steinar var á þessum tíma í miklum útrásarhug með íslenska tónlist og var snöggur að lenda útgáfu á Salt í Evrópu undir merkjum No Bull Records sem var nýstofnaður rokkhluti hins mikla Koch útgáfuveldis sem aðallega hefur gefið út klassíska tónlist. Hafði Steinar á orði að aldrei hefði verið jafn fyrirhafnarlítið að lenda erlendum plötusamningi og fyrir XIII. Hafði hann þá marga fjöruna sopið í þeim efnum.