„Neanderdalsmaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 34:
Því hefur löngum verið haldið fram að nútímamenn (Homo sapiens) hafi útrýmt Neanderdalsmönnum þegar hinir fyrrnefndu birtust í Evrópu fyrir 40.000 árum. Þetta þarf þó ekki að hafa gerst þannig að nútímamenn hafi farið með hernaði á hendur Neanderdalsmönnum, heldur hafa þeir ef til vill þrengt að þeim, til dæmis með því að leggja undir sig vetrardvalarsvæði þeirra í syðri hluta álfunnar og mynda þar þéttari og varanlegri byggð en Neanderdalsmenn.
 
Einnig kom Cro-maðurinn til Evrópu fyrir 40-45 þús. árum og var á sömu svæðum og neanderdalsmaðurinn. Þeir voru of fámennir til að geta útrýmt neanderdalsmanninum, en þeir hefurhafa eflaust haft áhrif á útrýmingu þeirra.
 
Þegar byrjaði að kólna fyrir um 40 þús. áru fóru jöklar stækkandi og því neyddu neanderdalsmenn til að hörfa suður undan jöklunum. Þar tók við gjörólíkt landslag sem hentaði ómögulega veiðitækni þeirra og búsiðum. Sumir telja þetta hafa valdið því að þeir dóu út.