„Margaret Thatcher“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: bat-smg:Margareta Tečer; kosmetiske ændringer
Lína 13:
Thatcher var óánægð með forystu Heaths, og þegar enginn annar virtist ætla að bjóða sig fram gegn honum í ársbyrjun [[1975]], gerði hún það og hafði óvæntan sigur. Hún markaði strax miklu afdráttarlausari stefnu en forveri hennar og hún tók með ánægju upp nafnið „járnfrúin“, eftir að rússneskt blað hafði haft það um hana.
 
=== Forsætisráðherra ===
Eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningunum vorið 1979 myndaði Thatcher ríkisstjórn, sem létti þegar af margvíslegum höftum og tók upp stranga peningamálastefnu í anda [[Milton Friedman|Miltons Friedmans]]. Hún herti líka lagaákvæði um verkalýðsfélög, lenti í miklum útistöðum við samtök námumanna og hafði sigur. Í stjórnartíð hennar dró mjög úr valdi verkalýðshreyfingarinnar bresku, sem hafði verið mjög öflug og jafnvel sagt ríkisstjórnum fyrir verkum. Thatcher hóf stórfellda sölu ríkisfyrirtækja og húsnæðis í eigu opinberra aðila, og hafði það víðtækar afleiðingar í atvinnulífinu. Húseigendum og hluthöfum í atvinnufyrirtækjum snarfjölgaði. Thatcher var samstíga [[Ronald Reagan]] [[Bandaríkin|Bandaríkjaforseta]] í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]]. Þau hurfu frá hinni svonefndu slökunarstefnu, [[detente]], og stórefldu þess í stað varnir landa sinna. Þegar herforingjastjórnin í [[Argentína|Argentínu]] lagði vorið [[1982]] undir sig [[Falklandseyjar]], sem höfðu lengi verið undir stjórn Breta, sendi Thatcher breska flotann suður í höf, og tókst honum að hrekja innrásarliðið á brott.
 
Lína 21:
Hún tók sæti í lávarðadeildinni [[1992]], gaf út endurminningar sínar og sagði hiklaust skoðun sína á mönnum og málefnum. Einkum varð henni tíðrætt um þá hættu, sem einstaklingsfrelsinu stafaði af miðstýringu [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]. Hún dró sig þó að mestu í hlé, eftir að hún hafði fengið vægt hjartaáfall, en árið [[2003]] missti hún mann sinn, Denis. Þau áttu tvö börn, tvíburana Mark og Carol.
 
== Áhrif ==
Thatcher dró aldrei neina dul á að lærimeistarar hennar voru hagfræðingarnir [[Friedrich A. von Hayek]] og [[Milton Friedman]]. Eins og þeir vildi hún takmarkað ríkisvald, en þó traust. Hún kvaðst vera stjórnmálamaður sannfæringar fremur en sátta. Hvaða skoðun sem menn hafa á henni, eru allir sammála um, að stjórnartíð hennar var mikið breytingaskeið á Stóra-Bretlandi. Stuðningsmenn hennar geta bent á það, sem bandaríska vikublaðið [[Newsweek]] setti í fyrirsögn á forsíðu, þegar [[Tony Blair]] sigraði í þingkosningunum [[1997]], að þetta var í raun sigur Thatchers, því að Blair datt ekki í hug að hreyfa við neinum þeim breytingum, sem Thatcher hafði gert í bresku atvinnulífi.
 
Áhrifa Thatchers innan Íhaldsflokksins gætir enn. Leiðtogar flokksins frá [[John Major]] til [[William Hague]], [[Iain Duncan Smith]] og [[Michael Howard]] hafa allir reynt að fóta sig í arfleifð Thatcher og hafa meðal annars þurft að leggja mat á hverju í arfleifð hennar megi hreyfa við og hverju ekki.
 
== Tilvitnanir ==
* „The Iron Lady of the Western World. Me? A Cold War warrior? Well, yes—if that is how they wish to interpret my defence of values, and freedoms fundamental to our way of life.“
: („Járnfrú Vesturlanda. Ég? Kaldastríðskona? Já, einmitt — ef þeir vilja leggja þann skilning í málsvörn mína fyrir þeim verðmætum og réttindum, sem okkur þykja ómissandi.“)
Lína 84:
[[ar:مارجريت تاتشر]]
[[arz:مارجاريت تاتشر]]
[[bat-smg:MargaretMargareta ThatcherTečer]]
[[be:Маргарэт Тэтчэр]]
[[bg:Маргарет Тачър]]