„Vestur-Noregur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Tungumál, efnahagur
Lína 9:
Stærsta borgin er [[Björgvin]], og sú næst stærsta er [[Stafangur]]. Alls eru þar um 22 þéttbýlisstaðir með meira en 5.000 íbúa.
 
Aðrir landshlutar í Noregi eru [[Suður-Noregur]], [[Austur-Noregur]], [[Mið-Noregur]] (eða [[Þrændalög]]) og [[Norður-Noregur]].
 
== Tungumál ==
Vestur-Noregur hefur sérstöðu vegna þess hvað [[nýnorska]] er mikið notuð þar. Að vísu notar meirihluti íbúanna (56%) ríkismálið [[norska|norsku]], sem stafar af því að það er ríkjandi í stærstu borgunum. En utan þeirra er nýnorska ríkjandi í Sogni og Fjarðafylki (97%) og Mæri og Raumsdal (54%), en á Hörðalandi og Rogalandi eru þeir sem nota nýnorsku í minnihluta (42% og 26%). Flest sveitarfélög í Sogni og Fjarðafylki, á Sunnmæri (nema í [[Álasund]]i) og Hörðalandi (nema í [[Björgvin]], [[Askey]] og [[Odda]]) nota nýnorsku sem opinbert ritmál. Nýnorskan er fyrst og fremst samræmt ritmál, en talmálið getur verið dálítið breytilegt og skiptist í [[mállýska|mállýskur]] eftir héruðum. Aðeins 13% þeirra sem nota nýnorsku búa utan Vesturlandsins.
 
Nýnorska líkist oft meira íslensku en bókmáls-norsku:
 
* [[Norska]]: Jeg kommer fra Norge. Jeg snakker norsk.
* [[Nýnorska]]: Eg kjem frå Noreg. Eg talar norsk.
* [[Íslenska]]: Ég kem frá Noregi. Ég tala norsku.
 
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Í Vestur-Noregi er mjög blómlegt atvinnulíf, og stendur landshlutinn undir um 70% af þjóðarframleiðslu Norðmanna. [[Stafangur]] er höfuðborg olíuiðnaðarins í Noregi, en áður fyrr voru fiskveiðar og landbúnaður mikilvægustu atvinnugreinar í Vestur-Noregi.
 
[[Flokkur:Noregur]]