„Dufgussynir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Kolbeinn var við [[Flugumýrarbrenna|brennuna]] og sótti [[Ingibjörg Sturludóttir|Ingibjörgu Sturludóttur]] frænku sína inn í eldinn og bjargaði henni. Gissur jarl lét drepa hann á [[Espihóll|Espihóli]] í Eyjafirði [[1254]].
 
Svarthöfði kvæntist 1240 Herdísi, dóttur [[Oddur Álason|Odds Álasonar]], og bjuggu þau á [[Hrafnseyri|Eyri]] í Arnarfirði. Synir þeirra voru Áli, faðir Steinunnar konu [[Haukur Erlendsson|Hauks Erlendssonar]] lögmanns, og Björn, sem giftist Ingibjörgu Gunnarsdóttur, frillu [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar Þorvaldssonar]], eftir lát hans. Svarthöfði var í liði [[Hrafn Oddsson|Hrafns Oddssonar]] á [[Þverárfundur|Þverárfundi]] 1255 og særðist þar; eftir bardagann kom [[Þorgils skarði Böðvarsson|Þorgils skarði]] að honum við bænhúsvegg á Þverá þar sem hann var „særðr meiðsla sárum, höggvinn um þvert andlitið, bað hann griða heldr ákafliga, Þórgils gaf honum grið“.
 
''Dufgus'' er [[gelíska|gelískt]] nafn og merkir svarthöfði eða hinn dökkhærði (dubh = svartur, dökkur / gaoisid = hár, hrosshár). Nafnið ''Svarthöfði Dufgusson'' bendir til að menn hafi vitað hver var merking orðsins ''Dufgus''.