„Hrafn Oddsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
Hrafn og Gissur sættust vorið 1254 en Gissur sagði seinna að hann vissi ekki hvað hefði hlíft Hrafni á þeim fundi því hann hefði áður verið ákveðinn í að meiða hann, blinda eða gelda. Gissur fór út þá um sumarið en um veturinn fóru svilarnir Hrafn og Eyjólfur ofsi að [[Oddur Þórarinsson|Oddi Þórarinssyni]] í [[Geldingaholti]], sem Gissur hafði sett yfir Norðurland, og drápu hann. [[Þorvarður Þórarinsson]] bróðir Odds og Þorgils skarði söfnuðu liði og börðust við betur búið og fjölmennara lið Odds og Eyjólfs á [[Þveráreyrar|Þveráreyrum]] í Eyjafirði í júlí 1255. Eyjólfur féll á [[Þverárfundur|Þverárfundi]] en Hrafn flúði og staðnæmdist ekki fyrr en í Geldingaholti í Skagafirði.
 
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
 
Um 1260 flutti Hrafn sig í Stafholt og hrakti fyrst Snorra son Sturlu Þórðarsonar úr héraðinu og svo Sturlu sjálfan úr landi [[1263]]. Gissur Þorvaldsson og Hrafn sættust endanlega á Alþingi 1262. 1270 gerði [[Magnús lagabætir|Magnús konungur]] Hrafn og [[Ormur Ormsson|Orm Ormsson]] [[Svínfellingar|Svínfelling]] handgengna menn sína og hirðstjóra og skipaði þeim allt Ísland en Ormur drukknaði við Noreg sama ár svo að Hrafn var einn hirðstjóri. Hann átti í hörðum deilum við kirkjuvaldið síðustu árin ([[staðamál síðari]]). Árið [[1288]] fóru þeir [[Árni Þorláksson|Staða-Árni]] biskup saman til Noregs og þar dó Hrafn árið eftir.
 
Synir Hrafns og Þuríðar voru þeir Jón korpur í Glaumbæ í Skagafirði og Sturla riddari en dæturnar hétu Hallkatla, Valgerður og Þorgerður.
 
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
{{fd|1225|1279}}