„Heimdallur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bg:Хeймдал; kosmetiske ændringer
Lína 3:
'''Heimdallur''' ([[forníslenska]]: '''Heimdallr''') er talinn sonur [[Óðinn|Óðins]] ([[Snorri Sturluson|Snorri]]) og níu mæðra, er allar voru systur; svo stóð í gömlu kvæði, [[Heimdallargaldur|Heimdallargaldri]], og svo segir Úlfur Uggason í [[Húsdrápa|Húsdrápu]]; og líklega er átt við hann í [[Völuspá hin skamma|Völuspá hinni skömmu]] (7-9): „varð einn borinn / í árdaga / raummaukinn mjök / rögna kindar / níu báru þann / naddgöfgan mann / jötna meyjar / við jarðar þröm“, og svo eru þær nefndar á nafn.
 
== Uppruni ==
[[Mynd:Processed_SAM_heimdallr.jpg|thumb|left|Heimdallur blæs í Gjallarhorn í íslensku handriti frá [[18. öld]].]]
Hvernig skýra eigi þessa dularfullu tilorðningu, er alveg óvíst; freistandi væri, að tengja þessar meyjar við hinar níu dætur [[Ægir|Ægis]], og mætti þá líkja fæðingu hans við tilurð [[Afrodíta|Afrodítu]] hjá [[Grikkland|Grikkjum]], þótt ekkert slíkt komi fram í textum. En svo mikið er víst, að Heimdallur býr við jarðar þröm, þar sem himinn og jörð mætast, en utan um jörðina var hafið. Ekki er Heimdallur kvæntur og engin á hann goðbörn. Hann býr á [[Himinbjörg]]um ([[Grímnismál]] 13; við [[Bifröst (norræn goðafræði)|Bifröst]] segir Snorri); þar drekkur hann í væru ranni glaður hinn góða mjöð. Hann er nefndur „hvítastur ása“ ([[Þrymskviða]] 14; hvíti áss, Snorri), og ætti það helst að eiga við útlit hans; en líklega stendur það í sambandi við uppruna hans (hið glæja himinloft eða sævarlitinn?). Hann heitir og '''Gullintanni''' (er það dregið af sólarbjarmanum við sjóndeildarhring við uppruna sólar og sólsetur? nafnið hjá Snorra), '''Hallinskíði''' (ef til vill dregið af regnboganum; kemur fyrir hjá Glúmi Geirasyni og Snorra) og '''Vindhlér''' (= lognguð? Snorri). Sjálft nafnið Heimdallur merkir „heim-bjartur“, sá sem birtir allan heim; þetta nafn sýnir ljóst, að hann er upphaflega ekki annað en sólarguðinn sjálfur, annað nafn á Tý, sbr. orð Snorra: „hann er mikill ok heilagr“. Heimdallur er talinn mjög "víðkunnur" ([[Skírnismál]] 28), þar af verður skiljanlegt að aðalstarf hans er að vera „vörður goða“ (Grímn. 13, [[Lokasenna]] 48) - „fyrir bergrisum“. Einnig kemur fram að „hann þarf minna svefn en fugl“ (Snorri), sér jafnt nótt og dag, heyrir grasið gróa og ull á sauðum. Hefur með öðrum orðum þá bestu eiginleika, sem vörður þarf að búi yfir. Loki kallar samt þetta líf hans „ljótt“ og skopast að því að hann standi ætíð með örðugu baki, þ.e. uppréttur og hvíldarlaus, og er það gagnstætt því, sem segir í Grímnismálum. Sem önnur goð - að undanskldum [[Þór]] - á Heimdallur reiðskjóta. Hestur hans heitir Gulltoppur (Snorri), en aðalgripur hans er [[Gjallarhorn]] og er svo [[hvellt]] að heyrist í alla heima þegar í það er blásið. Horn voru upphaflega notuð til að merkjasendingar manna á milli í orustum. <ref>Hinir merku eirlúðrar, er fundist hafa í jörðu, einkum í [[Danmörk]]u, oftast tveir og tveir saman frá eiröld eru forkunnar vel gerðir og hljóðið í þeim öskurhvellt; þeir eru sannnefnd Gjallarhorn.</ref> Höfundur Völuspár lætur í ljós, að Óðinn hafi geymt hornið hjá [[Mímir|Mími]] undir [[Yggdrasill|Yggdrasli]], líklega til þess að það gæti verið til taks, þegar mest þyrfti á því að halda fyrir [[ragnarök]]. Þá er hornið aftur á lofti og hann blæs hátt - til að kveðja til bardaga viðurbúnaðar („mjötuðr kyndisk / at enu gamla Gjallarhorni“).
 
Þótt hann sé vörður goða á Himinbjörgum, er hann þó stundum meðal þeirra sjálfra, t.d. þegar hann gaf ráðið, að Þórr skyldi fara í kvenföt og leika [[Freyja|Freyju]] (Þrymskv. 14), og stendur þar; „vissi hann vel fram / sem vanir aðrir“, þetta er þó varla svo að skilja sem hann sé hér talinn vanaættar, en ráðið bendir á viturleik hans. Sömuleiðis var hann við staddur bálför [[Baldur]]s (Húsdrápa).
Lína 13:
Um vopn Heimdallar er ekki getið nema að því leyti, að höfuð er kennt og kallað „hjör (sverð) Heimdalls“; sbr. vísu [[Grettir|Grettis]] og [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]], [[Skáldskaparmál]] 69. kap.; en í 8. kap. í Skskm. er það öfugt, og sverðið kallað „Heimdalar höfuð“, því að „hann var lostinn mannshöfði í gögnum“ - af Loka -, og er höfuð síðan nefnt „mjötuðr (þ. e. bani) Heimdallar“. Hvorttveggja getur ekki sameinast, því að sverð Heimdallar getur ekki orðið það sverð, sem hann var drepinn með. En orðið „mjötuðr Heimdallar“ lítur ekki sérlega tortryggilega út og ólíklegt að Snorri hafi búið það til sjálfur, og eftir þessu kennir hann líka sjálfur í [[Háttatal]]i.
 
== Aðrar skýringar ==
[[Mynd:Freya and Heimdall by Blommer.jpg|thumb|left|250px|Heimdallur afhendir Freyju Brísingamen eftir kappsundið við Loka.]]
Loks er það gömul skilning á Heimdalli, að hann sé upphaf allra stétta í mannfélaginu; í upphafi Völuspár eru menn nefndir „meiri ok minni megir Heimdallar“, og er frá því skýrt nánar í [[Rígsþula|Rígsþulu]]. Heimdallur fer þar um og nefnist Rígur og kemur til þriggja hjóna, er hvert um sig merkir stétt manna og um leið stig í mentunar- og menníngarþróun mannkynsins; kvæðið er heimspekilegt hugsunarverk. Heimdallur kemur fyrst til Áa og Eddu, svo til Afa og Ömmu og loks til Föður og Móður, og er alstaðar vel tekið. Með konunum verður hann svo frumfaðir þræla, karla (þ.e. bænda almennt) og Jarls; en Jarls sonur er svo Konr ungi þ. e. konungur. Menningarstigi og útliti hverrar stéttar er lýst, og er kvæðið afarmerkilegt. Þegar Jarl var í uppvexti, kom Rígur til hans og gaf honum heiti sitt og kenndi honum rúnar (þ. e. þekkíngu á rúnum og þar með alls konar fræði); en sonur hans var honum enn fremri: „kunni rúnar / ævinrúnar / ok aldrrúnar / meir kunni hann / mönnum bjarga / eggjar deyfa / ægi lægja“ o.s.frv. Af þessu öllu sést best, hver Heimdallur í rauninni er; hann er enginn annar en Óðinn sjálfur (eða hinn æðsti guð). Það var Óðinn, sem annars var viskufrömuður goða og manna („hapta snytrir“ nefnist hann í Haustlöng), og það var hann sem eignaðist rúnaþekkínguna, sem einmitt er hér talin aðalgjöf Heimdalls. Starf Heimdalls er að þessu leyti að öllu starf Óðins.
Lína 22:
<references/>
 
== Heimildir ==
* Finnur Jónsson (1913). ''Goðafræði Norðmanna og Íslendinga : Eftir heimildum''. Reykjavík: Hið íslenska bókmentafjelag. ''Þessi grein notar texta úr verkum Finns Jónssonar, sem eru nú laus undan útgáfurétti.''
 
Lína 29:
 
[[ar:هايمدال]]
[[bg:Хeймдал]]
[[bs:Heimdall]]
[[ca:Heimdall]]