„Eyjólfur Kársson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Eyjólfur Kársson''' (d. 1222) var íslenskur bóndi á Sturlungaöld og einn helsti kappinn í liði fylgismanna Guðmundar Arasonar biskups. Hann var Hún...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Eyjólfur Kársson''' (d. [[1222]]) var íslenskur bóndi á [[Sturlungaöld]] og einn helsti kappinn í liði fylgismanna [[Guðmundur Arason|Guðmundar Arasonar]] biskups. Hann var Húnvetningur og bjó fyrst í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]]. Þar átti hann í erjum við Miðfirðinga sem tengdust ekkju sem hann átti vingott við. [[Snorri Sturluson]] kom á sættum og Eyjólfur fór vestur í [[Arnarfjörður|Arnarfjörð]] og giftist þar Herdísi, dóttur [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns Sveinbjarnarsonar]] á Eyri. Hann settist að á [[Rauðisandur|Rauðasandi]] og lenti þar í deilum við Gísla Markússon í Saurbæ, sem „þóttu fylgdarmenn Eyjúlfs glepja konur þær, er honum gazt at“, og urðu blóðug átök á milli þeirra. Eyjólfur flutti síðar út í [[Flatey á Breiðafirði]] 1217. Þar kom [[Aron Hjörleifsson]] til hans.
 
Haustið 1218 tók [[Arnór Tumason]] Guðmund biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og hafði hann í stofufangelsi í Ási um veturinn en lét draga hann á börum suður á [[Hvítárvellir|Hvítárvelli]] um vorið. Eyjólfur frétti af þessu, þótti biskup hart leikinn, kom að næturlagi að Hvítárvöllum, bjargaði biskupi og fór með hann út í Flatey. Þar var biskup um veturinn en vorið 1220 fór Eyjólfur með honum norður í land og var þar meðal annars í [[Helgastaðabardagi|Helgastaðabardaga]]. Sumarið 1221 var biskup á Hólum með lið sitt en þá kom [[Tumi Sighvatsson]] og hrakti hann burt. Fór biskup út í [[Málmey]] og var þar um veturinn og voru Eyjólfur og Aron með honum ásamt fleirum. 4. febrúar fóru biskupsmenn að Hólum og drápu Tuma og flúðu svo til [[Grímsey]]jar eftir páska. Þangað komu Sighvatur og Sturla sonur hans í [[Grímseyjarför]] að hefna Tuma og voru Eyjólfur og Aron helst fyrir vörninni. Eyjólfur bjargaði Aroni en lét sjálfur lífið og er sagt að vörn hans hafi þótt afar frækileg; öxi hans var höggvin sundur en þá varðist hann með árum og voru fjórar höggnar sundur fyrir honum áður en hann féll.