„Dufgussynir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Dufgussynir''' voru nafnkunnir bræður á [[Sturlungaöld]], liðsmenn [[Sturlungar|Sturlunga]] og frændur. Þeir voru synir Dufgusar Þorleifssonar (Dufgúsar, Dugfúsar) bónda á [[Sauðafell]]i í Dölum, Hjarðarholti og Stafholti, en Þuríður móðir hans var laundóttir [[Hvamm-Sturla|Hvamm-Sturlu]]. Bræðurnir voru fjórir: Svarthöfði, Kolbeinn grön, Björn drumbur og Kægil-Björn kægill (eða Kægil-Björn kægill). Þeir þóttu hraustir og miklir bardagamenn og voru jafnan í liði Sturlunga, fyrst með Sturlu Sighvatssyni og síðar meðal annars með Þórði kakala og koma mjög víða við sögu í Sturlungu.
 
Kægil-Björn var veginn af mönnum [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeins unga]] [[18. apríl]] [[1244]], sagður hafa dáið hlæjandi. Björn drumbur var í brúðkaupinu á [[Flugumýri]] 1253, en þegar hann reið heim úr veislunni mætti hann brennumönnum á [[Öxnadalsheiði]] og í hópi þeirra var bróðir hans, Kolbeinn grön. Björn drumbur vildi ekki fara með þeim að Gissuri. Kolbeinn var við [[Flugumýrarbrenna|brennuna]] og sótti [[Ingibjörg Sturludóttir|Ingibjörgu Sturludóttur]] frænku sína inn í eldinn og bjargaði henni. Gissur jarl lét drepa hann [[1254]]. Svarthöfði kvæntist 1240 Herdísi, dóttur [[Oddur Álason|Odds Álasonar]], og bjuggu þau á [[Hrafnseyri|Eyri]] í Arnarfirði. Synir þeirra voru Áli og Björn, sem giftist Ingibjörgu Gunnarsdóttur, frillu [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar Þorvaldssonar]], eftir lát hans.
 
''Dufgus'' er [[gelíska|gelískt]] nafn og merkir svarthöfði eða hinn dökkhærði (dubh = svartur, dökkur / gaoisid = hár, hrosshár). Nafnið ''Svarthöfði Dufgusson'' bendir til að menn hafi vitað hver var merkin orðsins ''Dufgus''.
 
[[Flokkur:Sturlungaöld]]