Munur á milli breytinga „Jean-Jacques Rousseau“

m (robot Bæti við: pnb:روسو)
Uppvöxtur barna skiptist í þrjú skeið. Fyrsta skeiðið nær fram að 12 ára aldri eða svo en þá eru reikningur og flókin hugsun vart möguleg og börn lifa eins og dýr. Annað skeiðið nær frá 12 ára aldri til 16 ára aldurs en þá þroskast skynsemin. Og að lokum frá 16 ára aldri en þá fullorðnast einstaklingurinn. Á þessu skeiði ætti unglingurinn að læra einhverja iðn, svo sem trésmíði. Trésmíðin er tekin sem dæmi af því að hún felur bæði í sér sköpun og hugsun en ógnar ekki siðgæði manns. Á þessum aldri kynnist Émile ungri konu, sem hann tekur saman með.
 
BókinnBókin byggir á hugsjónum Rousseaus um heilbrigt líferni. Drengurinn verður að finna út hvernig hann getur fylgt félagslegri tilhneigingu sinni án þess að láta ginnast af löstum einstaklingshyggju borgarlífsins og sjálfsmeðvitund.
 
Greinargerð Rousseaus fyrir menntun Émiles hæfir hins vegar ekki stúlkum jafn vel. Menntunin sem Rousseau mælir með fyrir Sophie, ungu stúlkunni sem Émile á að giftast, er í mikilvægum atriðum frábrugðin menntun Émiles. Menntun Sophie miðar að því að að gera hana undirgefna húsbónda sínum en menntun Émiles miðar að því að gera hann að eigin herra. Þetta er ekki tilviljun heldur höfuðatriði í uppeldis- og menntunarfræði Rousseaus og liggur til grundvallar greinarmuni hans á einkalífi og hinu opinbera lífi stjórnmálanna, eins og Rousseau telur að það geti verið og ætti að vera.
Óskráður notandi