„Enska borgarastyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:DelarocheCromwell.jpg|thumb|right|Cromwell og lík Karls 1. Málverk eftir [[Paul Delaroche]] (1797-1859).]]
'''Enska borgarastyrjöldin''' var röð [[vopnuð átök|vopnaðra átaka]] milli fylgismanna enska þingsins og fylgismanna konungs í [[England]]i [[1642]] til [[1651]]. Fyrsta ([[1642]]-[[1646]]) og annað ([[1648]]-[[1649]]) borgarastríðið börðust stuðningsmenn [[Karl 1. Englandskonungur|Karls 1.]] við her [[Langa þingið|Langa þingsins]], en í þriðja borgarastríðinu ([[1649]]-[[1651]]) börðust stuðningsmenn [[Karl 2. Englandskonungur|Karls 2.]] við [[Afgangsþingið]]. Borgarastyrjöldinni lyktaði með sigri þingsins í [[orrustan við Worchester|orrustunni við WorchesterWorcester]] [[3. september]] [[1651]].
 
Afleiðingar borgarastyrjaldarinnar voru þær að Karl 1. var settur af og hálshöggvinn og sonur hans, Karl 2., hrakinn í útlegð. Í stað konungs tók [[Enska samveldið]] við [[1649]] til [[1653]] og síðan [[verndarríkið]] [[1653]] til [[1659]] sem var í raun einræði [[Oliver Cromwell|Olivers Cromwell]]. Einokun [[Enska biskupakirkjan|ensku biskupakirkjunnar]] á trúarlífi í landinu lauk, og sigurvegararnir styrktu enn í sessi [[yfirtaka mótmælenda|yfirtöku mótmælenda]] á [[Írland]]i. Borgarastyrjöldin festi í sessi þá hugmynd að breskir konungar gætu ekki ríkt án stuðnings þingsins ([[þingbundin konungsstjórn]]) þótt það væri ekki formlega staðfest fyrr en með [[Dýrlega byltingin|dýrlegu byltingunni]] síðar á [[17. öldin|17. öld]].