„Solveig Sæmundardóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Solveig Sæmundardóttir''' (d. [[1244]]) var íslensk kona á [[Sturlungaöld]]. Hún var af ætt [[Oddaverjar|Oddaverja]], dóttir [[Sæmundur Jónsson|Sæmundar Jónssonar]] í Odda og Valgerðar Jónsdóttur, sem bjó á [[Keldur|Keldum]] á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]] og var kölluð Keldna-Valgerður. Sæmundur faðir Solveigar lést 1222 og hafði mælt svo fyrir að hún skyldi fá jafnan arfshlut og bræður hennar en venjulega fengu dætur hálfan hlut á við syni. [[Snorri Sturluson]] var fenginn til að annast skiptingu arfsins. Hann gisti þá á Keldum hjá þeim mæðgum og er sagt að hann hafi dregið mjög taum Solveigar við arfaskiptin, enda mun honum hafa litist vel á hana, en hann var þá skilinn við konu sína. En stuttu seinna giftist Solveig [[Sturla Sighvatsson|Sturlu Sighvatssyni]] bróðursyni Snorra og líkaði honum það illa.
 
Solveig flutti að [[Sauðafell]]i með manni sínum og bjuggu þau þar síðan. Sturla var ekki heima þegar Þorvaldssynir komu að næturlagi í janúar [[1229]] í [[Sauðafellsför]] og drápu og særðu heimilisfólkið, ógnuðu Solveigu, sem lá á sæng, með blóðugum vopnum en meiddu hana þó ekki og ekki heldur móður hennar og börn. Þegar Sturlu bárust fréttirnar er sagt að hann hafi spurt að því einu hvort Solveig væri ómeidd. Þau áttu dæturnar Guðnýju og Þuríði og soninn Jón. Eftir að Sturla var drepinn á [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstöðum]] fór hún til Noregs með börnin sumarið 1240 og fól [[Sturla Þórðarson|Sturlu Þórðarsyni]] að annast bú sitt, en kom aftur með sömu ferð og [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]] sumarið [[1242]]. Hún dó tveimur árum síðar.
 
[[Flokkur:Sturlungaöld]]