„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m Tiltekt
Bessi (spjall | framlög)
m viðbót, og þurfum við að tengja í öll þessi ártöl?
Lína 18:
Af þessu er hann frægastur fyrir [[kartafla|kartöflurækt]] sína enda var hann sá fyrsti sem tókst að rækta kartöflur á [[Ísland|Íslandi]]. Strax árið 1758 pantaði hann nefninlega nokkrar kartöflur frá Kaupmannahöfn. Þessi farmur komst þó ekki á leiðarenda fyrr en í ágúst sumarið eftir og þá höfðu þá allað kartöflurnar spírað á leiðinni. Þar sem liðið var á sumarið gróðursetti Björn þær einungis í potti og það bar þann árangur að í október fékk hann litla uppskeru með kartöflunum á stærð við piparkorn. Þessar kartöflur gróðursetti hann svo næsta sumar og fjórum vikum síðar gat hann státað sig að myndarlegri kartöfluuppskreu.
 
==Útgefin ritRitstörf==
Björn Halldórsson var einnig kunnur fyrir ritstörf og skrifaði hann ýmis rit sem lúta að þjóðnytjum, fræðslu og framförum í anda [[Upplýsingastefnan|Upplýsingastefnunnar]]. Það fyrsta sem hann fékk útgefið var skýrsla sem hét því stutta nafni ''[[Korte Beretninger|Korte Beretninger om nogle Forsøk til Landvæsenets og især Hauge-Dyrkningens Forbedring i Island. Begynte på en præstegård vester på landet og fortsatte samme steds i næstleden 9 ár, i de få fra embedsforretninger ledige timer. Gjort på egen bekostning, med liden formue og meget arbejde, men med fornøjet sind og en overflødig Guds velsignelse]]''. Þetta var skýrsla um landbúnaðarframkvæmdir hans á árunum 1757 til 1764 og fékk Björn þetta útgefið með hjálp [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] fyrrverandi skólabróður síns og mágs.
Séra Björn var kunnur fyrir ritstörf. Þekktasta rit hans er ''[[Atli (ritverk)|Atli]]'' (útg. [[1780]]) sem er leiðarvísir fyrir bændur um rétta breytni í búskaparmálum. Einnig hafa verið gefin út rit hans ''[[Grasnytjar (ritverk)|Grasnytjar]]'' ([[1783]]), ''[[Arnbjörg (ritverk)|Arnbjörg]]'' ([[1843]]) og orðabókin ''[[Lexicon Latino-Danicum]]'' ([[1814]]).
 
Síðari verk Björns eru þó frægari. Frægast þeirra er ritið [[Atli (ritverk)|Atli]] sem er leiðarvísir fyrir bændur um rétta breytni í búskaparmálum. Nánast allt ritið er á samtalsformi eins og tíðkaðist um kennslubækur fyrr á tímum. Þar ræða saman hinn fávísi Atli og einstaklingur sem einungis er titlaður ''bóndi''. Atli er að stíga sín fyrstu skref í búskap og fræðir reynslumikill ''bóndinn'' hann um hvernig reka skuli gott bú. Ritið var fyrst gefið út 1780 og þótti það gott að fyrir tilstilli danakonugs var því útbýtt endurgjaldslaust til íslenskra bænda. Þótti ritið hin mesta skemmtun og var ekki óalengt að lesið væri upp úr því á kvöldvökum allt fram á 19. öld.
 
Björn samdi einnig ritið [[Arnbjörg (ritverk)|Arnbjörgu]] sem er hliðstætt Atla. Það kom fyrst út [[1783]] og í því er konum kennt hvernig styðja skuli manninnn sinn við bústörfin, hvernig eigi að ala upp börnin og ýmislegt fleira sem lýtur að innanbæjarbúsýslu. Til viðbótar skrifaði hann ýmis rit á sviði grasafræði svo sem bókina [[Grasnytjar (ritverk)|Grasnytjar]] auk þess sem hann aðstoðaði [[Eggert Ólafsson]] með við gerð [[Matjurtabókin|Matjurtabókarinnar]].
 
Eftir Björn liggur að auki eitt stórt rit sem er ekki á sviði búskap og garðyrkju. Það er bókin [[Lexicon Latino-Danicum]] sem er íslensk orðabók með latneskum þýðingum. Björn vann að ritinu í samfleytt 15 ár og árið 1786 sendi hann það til Kaupmannahafnar til prentunar. Það var þó ekki fyrr en 1814 sem ritið kom fyrst út en þá höfðu fleiri merkir menn endurbætt og aukið ritið.
 
Afkastamikið ljóðskáld var Björn ekki en nokkur kvæði orti hann þó. Kvæðið ''Ævitíminn eyðist'' er merkast þeirra. Þar upplýsir Björn þá skoðun sína að jarðlífið sé einungis tímabundin gisting. Á meðan á gistingunni stendur eigi menn strita og leggja hart að sér svo afkomendurnir og næstu gestir jarðarinnar geti notið erfiðis forfeðranna.
 
{{fd|1724|1794}}