„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bessi (spjall | framlög)
falala
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m Tiltekt
Lína 2:
 
==Æviágríp==
Björn Halldórsson fæddist [[5. desember]] árið 1724 í [[Voghús (Selvogi)|Voghúsum í Selvogi]]. Hann ólst upp á [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað í Steingrímssfirði]] til 14 ára aldurs en þá lést föður hans. Þá fékk hann vist við [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] en hana fékk hann ókeypis frá [[Jón Arason|Jón biskup Arason]] sökum þess hve sá síðarnefndi hafði mikið álit á föður Björns. Í Skálholti nam hann í 5 vetur og í stúdentsvottorði sínu var hann stimplaður sem siðprúður og vandaður maður sem best var að sér í latínu, grísku og guðfræði.
 
Næstu árin var hann ritari sýslumanns og eftir það aðstoðarprestur í [[Sauðlaukdalur|Sauðlauksdal]]. Vorið [[1753]] varð hann svo prestur í Sauðlauksdal og árið [[1756]] [[prófastur]]. Það ár giftist hann einnig hann [[Rannveig Ólafsdóttir|Rannveigu Ólafsdóttur]]. Þau lifðu í Sauðlauksdal í nærri 30 ár þangað til heilsu Björns fór að hraka. Þá sótti hann um rólegra embætti og fékk [[Setberg (eyrarsveitEyrarsveit)|Setberg í Eyrasveit]] árið [[1782]]. Heilsa hans skánaði þó ekki við flutninginn og árið [[1785]] veiktist hann alvarlega og missti sjónina í kjölfarið.
Björn lét þó ekki bugast og þann [[25. september]] það ár hélt hann til [[Danmörk|Danmerkur]] í leit að lækningum. Þar dvaldist hann til ársins [[1788]] en tilraunir danskra lækna báru engan árangur og kom Björn því heim aftur jafn blindur og slappur og áður. Næstu árin lifði Björn rólegu lífi á Setbergi en við sólsetur [[24. ágúst]] 1794 lést Björn 69 ára gamall.
 
==Frumkvöðlastarf í jarðyrkju==
Þann tíma sem Björn bjó í Sauðlauksdal vann hann mikið frumkvöðlastarf jarðyrkju. Björn reyndi ávallt að leysa þau vandamál sem upp komu og auka þar með [[frjósemi]] túna. Eitt þessara vandamála og jafnframt helsta vandamál bænda í Sauðlauksdal var sandurinn. Þessi fíni skeljasandur sem fauk í sífellu úr fjörunni og upp á túnin og dró þannig mjög úr frjósemi þeirra. Björn reyndi að sá [[melgresi]] í sandinn til þess að binda hann en það erfiði skilaði litlu. Öllu áhrifmeiri var garður sem hann lét gera umhverfis túnið. Þessi garður var heljar mannvirki enda 940 metra langur. Við lagningu hans fékk Björn leyfi landsstjórnar til að skylda sóknarmenn að vinna við garðinn og nýtti hann sér það leyfi. Ekki voru sóknarmennirnir sáttir við það og nefndu garðinn því [[Ranglátur|Ranglát]] en það nafn hefur loðað við hann síðan.
 
Auk ofannefndra stórframkvæma lét Björn einnig gera ýmsa smáhluti. Hann lét ræsta fram smálindir með skurðum sem skilaði sér í þurrara og betra túni. Þetta umframvatn leiddi hann í læk um bæjarhúsinn og stíflaði lækinn þannig að smátjarnir mynduðust. Þessar tjarnir mátti svo nýta til þvotta auk þess sem lifandi silungar voru stundum geymdir í þeim svo bjóða mætti gestum ferskan fisk.
Lína 16:
Moldin í Sauðlauksdal fékk lítinn frið meðan Björn bjó á staðnum enda var hann kappsamur garðyrkjumaður og gerði tilraunir með ýmsar [[jurt|jurtir]] sem aldrei höfðu sést á Íslandi áður. Fyrstu tilraunir voru á sviði [[korn|kornræktar]] og hóf Björn þær í kjölfarið af því að Danakonungur fyrirskipaði öllum íslenskum bændum að framkvæma slíkar tilraunir. Þessar tilraunir mistókust því miður allar og Björn sneri sér því að öðrum jurtum. Meðal þeirra var [[kál|kál]], [[næpa|næpur]], [[kartafla|kartöflur]] og fleira og fljótlega var Björn kominn með fjóra allstóra matjurtargarða í Sauðlauksdal.
 
Af þessu er hann frægastur fyrir [[kartafla|kartöflurækt]] sína enda var hann sá fyrsti sem tókst að rækta kartöflur á [[Ísland|Íslandi]]. Strax árið 1758 pantaði hann nefninlega nokkrar kartöflur frá Kaupmannahöfn. Þessi famurfarmur komst þó ekki á leiðarenda fyrr en í ágúst sumarið eftir og þá höfðu þá allað kartöflurnar spírað á leiðinni. Þar sem liðið var á sumarið gróðursetti Björn þær einungis í potti og það bar þann árangur að í október fékk hann litla uppskeru með kartöflunum á stærð við piparkorn. Þessar kartöflur gróðursetti hann svo næsta sumar og fjórum vikum síðar gat hann státað sig að myndarlegri kartöfluuppskreu.
 
==Útgefin rit==