„Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir''' (fædd [[5. september]] [[1972]]) er borgarfulltrúi fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] í [[Reykjavík]] og hefur setið í [[Borgarstjórn Reykjavíkur|borgarstjórn]] frá árinu [[2006]]. Þorbjörg Helga er formaður Umhverfis- og samgönguráðs og Leikskólaráðs. Þorbjörg Helga er gift Hallbirni Karlssyni verkfræðingi og eiga þau tvo syni.
 
Þorbjörg Helga er fædd og uppalin í [[Reykjavík]], dóttir Vigfúsar Árnasonar endurskoðanda og Ólafar Björnsdóttur ljósmóður og hjúkrunarfræðingi. Hún er stúdent frá [[Verslunarskólinn|Verslunarskóla Íslands]]. Hún er með BA-próf í uppeldisfræði frá [[HÍ|Háskóla Íslands]] og MA-próf í námssálfræði frá [[Washington-háskóli í Seattle|Washington-háskóla í Seattle]]. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri og kennari við Háskólann í Reykjavík og sem ráðgjafi menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
 
Þorbjörg Helga situr í Háskólaráði Háskóla Íslands, er formaður Námsgagnasjóðs og situr í stjórn Lánasjóðs Sveitarfélaga. Hún er varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og formaður hússtjórnar Borgarleikhússins.