„Loftur biskupssonur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Loftur Pálsson biskupssonur (d. 1261) var íslenskur höfðingi á Sturlungaöld. Hann var af ætt Oddaverja, sonur Páls biskups Jónssona...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[['''Loftur Pálsson biskupssonur]]''' (d. [[1261]]) var íslenskur höfðingi á [[Sturlungaöld]]. Hann var af ætt [[Oddaverjar|Oddaverja,]] sonur [[Páll Jónsson|Páls biskups]] Jónssonar í Skálholti og konu hans Herdísar Ketilsdóttur (drukknaði í [[Þjórsá]] [[17. maí]] [[1207]]) og var jafnan nefndur Loftur biskupssonur. Hann bjó fyrst í [[Skarð á Landi|Skarði]] á Landi eins og faðir hans áður. Hann var hinn fríðasti maður og þótti vænn til höfðingja, segir í [[Sturlunga|Sturlungu]]. Þorvaldur Gissurarson sagði um Loft að honum og Katli bróður hans (d. 1215) væri ólíkt farið, því Ketill vildi mönnum hvarvetna gott, en Loftur mælti hvarvetna gott til manna.
 
Loftur átti í deilum við [[Björn Þorvaldsson]] á [[Breiðabólstaður í Fljótshlíð|Breiðabólstað]], sem lauk með því að hann og [[Sæmundur Jónsson]] föðurbróðir hans fóru að Birni og felldu hann [[17. júní]] [[1221]]. Loftur leitaði liðsinnis hjá [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusyni]], sem sjálfur hafði átt í deilum við Björn. Snorri hét honum liði á þingi um sumarið, en þegar til kom mætti Snorri ekki til þings og Sæmundur ekki heldur og lagði Loftur þá ekki í að mæta, heldur fór út í [[Vestmannaeyjar]]. Sæmundur hafði horfið að heiman og vissu fáir hvar hann var. Þá var þetta ort þeim til háðungar:
 
''Loftur liggur í Eyjum / bítur lunda bein / Sæmundur er á heiðum / etur berin ein.''
 
Þorvaldur og Loftur sættust þó nokkru síðar og fór Loftur til Noregs um haustið og var útlægur næstu þrjú árin en kom þá heim og settist að í [[Hítardalur|Hítardal]]. Hann var einn þeirra sem fóru með [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]] að Snorra í Reykholti 1241. Seinast bjó Loftur á [[Borg á Mýrum]]. Kona hans var Þorbjörg Grímsdóttir.