Munur á milli breytinga „Sturla Sighvatsson“

ekkert breytingarágrip
Við heimkomuna hóf hann þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að bola Snorra föðurbróður sínum úr landi og leggja veldi hans undir sig. Þá sneri hann sér að [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]], foringja [[Haukdælir|Haukdæla]], og sveik hann á [[Apavatn]]sfundi og þvingaði hann til að sverja sér trúnaðareið. Gissur taldi sig þó á engan hátt bundinn af eiðnum og gerði þegar bandalag við [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], foringja [[Ásbirningar|Ásbirninga]]. Er Sturla hélt norður í Skagafjörð til að leggja undir sig ríki Kolbeins, ásamt föður sínum, söfnuðu þeir Gissur og Kolbeinn mun fjölmennara liði sem einnig var betur búið. Þeir feðgar biðu ósigur í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] og féllu þar. Sturla hafði gamalt spjót sem hét Grásíða sér til varnar en það var svo lélegt að það bognaði hvað eftir annað og þurfti hann að stíga á það til að rétta það. Margir menn unnu á honum en það var Gissur Þorvaldsson sem veitti honum banahöggið.
 
Mað Solveigu konu sinni átti Sturla dæturnar Guðnýju húsfreyju í Garpsdal og Þuríði konu [[Hrafn Oddsson|Hrafns Oddssonar]] og soninn Jón. Einnig átti Sturla dæturnar Þuríði, konu [[Eyjólfur ofsi Þorsteinsson|Eyjólfs ofsa]], og Ingunni, konu [[Sæmundur Ormsson|Sæmundar Ormssonar Svínfellings]].
 
{{fd|1199|1238}}
Óskráður notandi