Munur á milli breytinga „Sturla Sighvatsson“

ekkert breytingarágrip
(Tungumálatengill o.fl.)
'''Sturla Sighvatsson''' ([[1199]] – [[1238]]) var íslenskur höfðingi á 13. öld og bjó lengst á [[Sauðafell]]i í [[Dalasýsla|Dölum]]. Hann var einn helsti foringi [[Sturlungar|Sturlunga]] og tók við [[goðorð]]i þeirra um 1220, en [[Sighvatur Sturluson|Sighvatur]] faðir hans flutist þá í [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Þeir feðgar áttu í deilum við [[Guðmundur Arason|Guðmund Arason]] Hólabiskup, og veturinn 1222 var [[Tumi Sighvatsson]] eldri, bróðir Sturlu, veginn af mönnum biskups á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]]. Biskup sigldi með lið sitt til [[Grímsey]]jar um vorið til að reyna að komast undan hefnd feðganna, en þeir Sighvatur og Sturla eltu hann þangað og náðu honum eftir mikið blóðbað og fóru hraklega með hann. Þó fór svo á endanum að þeir sættust og var hluti af sættinni að Sturla skyldi fara til [[Róm]]ar á fund páfa til að gera yfirbót vegna illrar meðferðar á biskupi í [[Grímseyjarför]].
 
Árið 1223 kvæntist Sturla [[Solveig Sæmundardóttir|Solveigu]] dóttur [[Sæmundur Jónsson|Sæmundar Jónssonar]] í [[Oddi á Rangárvöllum|Odda]] en [[Snorri Sturluson]] föðurbróðir hans mun einnig hafa haft hug á henni. Þau bjuggu á [[Sauðafell]]i í [[Dalasýsla|Dölum]]. Sturla liðsinnti sonum [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns Sveinbjarnarsonar]] þegar þeir brenndu [[Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur|Þorvald Vatnsfirðing]] inni 1228 til að hefna fyrir föður sinn. Í janúar næsta vetur komu synir Þorvaldar að Sauðafelli að næturlagi, en Sturla var ekki heima. Þeir drápu og meiddu marga heimilismenn. Sturlu bárust fréttir af [[Sauðafellsför]] þar sem hann sat í laug á Reykjum í Miðfirði. „Sturla spurði, hvort þeir gerðu ekki Sólveigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis.“
Suðurgangan hófst árið 1233 og eftir viðkomu í [[Noregur|Noregi]] gekk Sturla suður til [[Róm]]ar, þar sem hann skriftaði og var leiddur fáklæddur milli höfuðkirkna og hýddur. Tók hann þeirri meðferð karlmannlega en „flest fólk stóð úti og undraðist, barði á bjóst sér og harmaði þegar svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karlar.“ Sturla kom við í Noregi á heimleiðinni og gerðist lendur maður [[Hákon gamli|Hákonar konungs]] og tók að sér að koma Íslandi undir veldi hans.
 
Á endanum fór svo að þeir Sturla og Guðmundur biskup sættust og var hluti af sættinni að Sturla skyldi fara til [[Róm]]ar á fund páfa til að gera yfirbót vegna illrar meðferðar á biskupi í [[Grímseyjarför]]. Suðurgangan hófst árið 1233 og eftir viðkomu í [[Noregur|Noregi]] gekk Sturla suður til [[Róm]]ar, þar sem hann skriftaði og var leiddur fáklæddur milli höfuðkirkna og hýddur. Tók hann þeirri meðferð karlmannlega en „flest fólk stóð úti og undraðist, barði á bjóst sér og harmaði þegar svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karlar.“ Sturla kom við í Noregi á heimleiðinni og gerðist lendur maður [[Hákon gamli|Hákonar konungs]] og tók að sér að koma Íslandi undir veldi hans.
Við heimkomuna hóf hann þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að bola [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusyni]], föðurbróður sínum, úr landi og leggja veldi hans undir sig. Þá sneri hann sér að [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]], foringja [[Haukdælir|Haukdæla]], og sveik hann á [[Apavatn]]sfundi og þvingaði hann til að sverja sér trúnaðareið. Gissur taldi sig þó á engan hátt bundinn af eiðnum og gerði þegar bandalag við [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], foringja [[Ásbirningar|Ásbirninga]]. Er Sturla hélt norður í Skagafjörð til að leggja undir sig ríki Kolbeins, ásamt föður sínum, söfnuðu þeir Gissur og Kolbeinn mun fjölmennara liði sem einnig var betur búið. Þeir feðgar biðu ósigur í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] og féllu þar. Sturla hafði gamalt spjót sem hét Grásíða sér til varnar en það var svo lélegt að það bognaði hvað eftir annað og þurfti hann að stíga á það til að rétta það. Margir menn unnu á honum en það var Gissur Þorvaldsson sem veitti honum banahöggið.
 
Við heimkomuna hóf hann þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að bola [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusyni]], föðurbróður sínum, úr landi og leggja veldi hans undir sig. Þá sneri hann sér að [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]], foringja [[Haukdælir|Haukdæla]], og sveik hann á [[Apavatn]]sfundi og þvingaði hann til að sverja sér trúnaðareið. Gissur taldi sig þó á engan hátt bundinn af eiðnum og gerði þegar bandalag við [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], foringja [[Ásbirningar|Ásbirninga]]. Er Sturla hélt norður í Skagafjörð til að leggja undir sig ríki Kolbeins, ásamt föður sínum, söfnuðu þeir Gissur og Kolbeinn mun fjölmennara liði sem einnig var betur búið. Þeir feðgar biðu ósigur í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] og féllu þar. Sturla hafði gamalt spjót sem hét Grásíða sér til varnar en það var svo lélegt að það bognaði hvað eftir annað og þurfti hann að stíga á það til að rétta það. Margir menn unnu á honum en það var Gissur Þorvaldsson sem veitti honum banahöggið.
Kona Sturlu var Solveig Sæmundardóttir, dóttir [[Sæmundur Jónsson|Sæmundar Jónssonar]] í [[Oddi á Rangárvöllum|Odda]]. Þau áttu dæturnar Guðnýju og Þuríði og soninn Jón.
 
Mað Solveigu konu sinni átti Sturla dæturnar Guðnýju húsfreyju í Garpsdal og Þuríði konu Hrafns Oddssonar og soninn Jón.
 
{{fd|1199|1238}}
Óskráður notandi