„Sæmundur Jónsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Sæmundur Jónsson''' (1154 - 7. nóvember 1222) var íslenskur goðorðsmaður á 12. og 13. öld. Hann bjó í Odda á Rangárvöllum og v...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sæmundur Jónsson''' ([[1154]] - [[7. nóvember]] [[1222]]) var íslenskur [[goðorðsmaður]] á 12. og 13. öld. Hann bjó í [[Oddi|Odda]] á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]] og var af ætt Oddaverja, sonur [[Jón Loftsson|Jóns Loftssonar]] í Odda og afkomandi [[Sæmundur fróði|Sæmundar fróða]]. Hann erfði ríki föður síns og naut mikillar virðingar. Um daga hans fór þó veldi [[Oddaverja]] heldur hnignandi, einkum eftir lát [[Páll Jónsson|Páls biskups]] bróður Sæmundar 1211, og í valdabaráttu [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]] voru þeir í aukahlutverki þótt þeir væru enn ein helsta höfðingjaættin og Sæmundur og börn hans kæmu víða við sögu.
 
Sæmundur var tvígiftur og átti einnig börn með frillum sínum. Á meðal barna hans má nefna Hálfdan á Keldum, mann [[Steinvör Sighvatsdóttir|Steinvarar Sighvatsdóttur]], Helgu síðari konu [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeins unga]], [[Solveig Jónsdóttir|Solveigu]] konu [[Sturla Sighvatsson|Sturlu Sighvatssonar]], Margréti konu Kolbeins kaldaljóss og móður [[Brandur Kolbeinsson|Brands Kolbeinssonar]], og Harald, Andrés, Vilhjálm og Filippus, sem allir voru goðorðsmenn nema Vilhjálmur, sem var prstur í Odda. Hver þeirra bræðra um sig var með allra fyrstu Íslendingum til að bera nafn sitt. Raunar hélst frumleiki í nafngjöfum áfram í ættinni því að á meðal barna bræðranna má nefna Theobaldo og Kristófórus Vilhjálmssyni og Randalín Filippusdóttur.