„Súkkulaði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MelancholieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bn:চকলেট
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: mn:Шоколад; kosmetiske ændringer
Lína 4:
Súkkulaði er búið til úr kakóbaunum sem eru [[gerjun|gerjaðar]], ristaðar og malaðar. Baunirnar vaxa á [[kakótré]]nu ([[fræðiheiti]]: ''Theobroma cacao'') og á það uppruna sinn að rekja til [[mið-Ameríka|mið Ameríku]] og [[Mexíkó]], en er núna einnig ræktað í [[hitabelti]]nu. Kakótréð hefur verið ræktað frá dögum [[Majar|Maja]] og [[Aztekar|Azteka]]. Kakóbaunir eru beiskar og bragðmiklar. Súkkulaði leysir endorfín út í líkamann og sumir segja að tilfinningin sé lík því að vera ástfangin(n).
 
[[Mynd:The Chocolate Girl.jpg|thumb|left|Súkkulaðistúlkan er frægt málverk frá 1743-45 eftir [[Jean-Étienne Liotard]].]]
Afurðir úr kakóbaunum eru:
* Kakó, kakóduft: fæst með því að breyta hreinsuðum, afhýddum og ristuðum kakóbaunum í duft.
Lína 11:
Það sem í daglegu máli er kallað súkkulaði er sykruð blanda af kakódufti og feiti sem í er bætt ýmsum öðrum efnum svo sem mjólkurdufti. Súkkulaði er oft framleitt í litlum mótum og tengist neysla þess ýmsum hátíðum og er þá t.d. framleiddar súkkulaðikanínur eða [[páskaegg]] á [[páskar|páskum]].
 
Nafnið súkkulaði kemur líklega úr Nahuatl tungumálinu sem er mál frumbyggja í miðri Mexíkó. Ein kenning er að það komi frá orðinu ''xocolatl'' á Nahuatl máli og það merki ''xocolli'' sem þýðir beiskur og ''atl'' sem þýðir vatn. Málfræðingar hafa bent á að í mörgum mállýskum af Nahuatl sé súkkulaði 'chicolatl' sem er orð yfir eins konar [[þeytari|þeytara]] sem notaðir voru til að hræra í kakódrykkjum.
 
Fundist hafa fornleifar sem benda til að Majar hafi drukkið súkkulaði fyrir 2600 árum. Astekar tengdu súkkulaði við frjósemisgyðjuna [[Xochiquetzal]]. Í [[Nýi heimurinn|nýja heiminum]] var drukkinn beiskur og kryddaður drykkur úr súkkulaði sem nefndist ''xocoatl''. Í þessum drykk var m.a. [[vanilla]] og [[Chilli pipar|chilípipar]]. Xocoatl var notaður sem eins konar [[orkudrykkur]]. Súkkulaði var munaðarvara í Ameríku fyrir daga [[Kristófer Kólumbus]]ar og kakóbaunir voru oft notaðar sem [[gjaldmiðill]].
Lína 17:
Kristófer Kólumbus færði Ferdinand og Isabellu á Spáni nokkrar kakóbaunir en það var svo [[Hernando Cortes]] sem kynnti Evrópumönnum þessa nýju vöru.
 
Fyrsta skráða sendingin af súkkulaði til [[Gamli heimurinn|gamla heimsins]] var send með skipi frá [[Veracruz]] til [[Seville]] árið [[1585]]. Á þeim tíma var súkkulaði enn þá neytt sem drykkjar en Evrópumenn bættu við sykri og mjólk, létu chilipiparinn eiga sig en bættu í vanillu í staðinn. Á 17. öld var súkkulaðineysla munaður meðal [[aðalsmaður|aðalsmanna]] í Evrópu.
[[Mynd:Chocolate-house-london-c1708.jpg|thumb|400px|Súkkulaði var drykkur yfirstéttarinnar. Það voru sérstök súkkulaðihús þar sem hefðarfólk kom saman. Hér er teikning af súkkulaðihúsi í London 1807.]]
 
Lína 82:
[[mk:Чоколадо]]
[[ml:ചോക്കലേറ്റ്]]
[[mn:Шоколад]]
[[ms:Coklat]]
[[nah:Xocolātl]]