„Svartárdalur (Skagafirði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Svartárdalur''' er dalur í framanverðum Skagafirði og tilheyrði áður Lýtingsstaðahreppi. Hann er fremur stuttur og þar eru fáir...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2009 kl. 20:56

Svartárdalur er dalur í framanverðum Skagafirði og tilheyrði áður Lýtingsstaðahreppi. Hann er fremur stuttur og þar eru fáir bæir og sumir komnir í eyði. Landnámsjörðin Írafell er í dalnum. Um hann rennur áin Svartá.

Annar Svartárdalur og önnur Svartá eru handan við fjallið Húnavatnssýslumegin og er þessum nöfnum stundum ruglað saman.