Munur á milli breytinga „Þorgils skarði Böðvarsson“

ekkert breytingarágrip
'''Þorgils Böðvarsson skarði''' ([[1226]] – [[22. janúar]] [[1258]]) var íslenskur höfðingi á 13. öld. Hann var af ætt [[Sturlungar|Sturlunga]], sonur Böðvars [[Þórður Sturluson|Þórðarsonar Sturlusonar]] og Sigríðar [[Arnór Tumason|Arnórsdóttur Tumasonar]], systur [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeins unga]]. Viðurnefnið kom til af því að Þorgils var fæddur með [[skarð í vör]] en fyrr á öldum var ekki algengt að þeir sem þannig var ástatt um kæmust á legg.
 
Árið 1244 fór Þorgils til Noregs og var við hirð [[Hákon gamli|Hákonar konungs]], sem lét lækni græða skarðið í vör Þorgils og er það fyrsta [[lýtaaðgerð]] sem vitað er til að gerð hafi verið á Íslendingi. Árið [[1252]] sendi konungur Þorgils til Íslands með [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]] og áttu þeir að reyna að koma landinu undir vald konungs. Þorgils reyndi að ná yfirráðum yfir ríki því sem [[Snorri Sturluson]] frændi hans hafði ráðið í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] og settist að í [[Reykholt í Borgarfirði|Reykholti]]. Hann var óvæginn og harður, bakaði sér óvinsældir og hraktist á endanum út á [[Snæfellsnes]] á föðurleifð sína, [[StaðurStaðastaður|Stað á Ölduhrygg|Stað]].
 
Eftir að Gissur fór aftur til Noregs eftir [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]] vildi Þorgils reyna að ná yfirráðum í Skagafirði, sem hann taldi sig eiga tilkall til þar sem hann var [[Ásbirningar|Ásbirningur]] í móðurætt, en [[Eyjólfur ofsi Þorsteinsson]] vildi einnig ná völdum í Skagafirði. Þeir börðust á [[Þverárfundur|Þveráreyrum]] í Eyjafirði 1255 og þar féll Eyjólfur. Nokkru síðar var Þorgils orðinn höfðingi yfir öllum [[Norðlendingafjórðungur|Norðlendingafjórðungi]]. Hann lenti þó fljótt í deilum við [[Svínfellingar|Svínfellinginn]] [[Þorvarður Þórarinsson|Þorvarð Þórarinsson]] á [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]], tengdason [[Steinvör Sighvatsdóttir|Steinvarar Sighvatsdóttur]] á [[Keldur á Rangárvöllum|Keldum]], sem gerði kröfu um arf eftir [[Þórður kakali|Þórð kakala]] bróður sinn. Deilunum lauk með því að Þorvarður tók Þorgils af lífi á [[Hrafnagil]]i í Eyjafirði aðfaranótt 22. janúar 1258.
Óskráður notandi