Munur á milli breytinga „Þorgils skarði Böðvarsson“

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Þorgils Böðvarsson skarði''' (1226 - 22. janúar 1258) var íslenskur höfðingi á 13. öld. Hann var af ætt Sturlunga, sonur Böðvars [[Þórður St...)
 
'''Þorgils Böðvarsson skarði''' ([[1226]] - [[22. janúar]] [[1258]]) var íslenskur höfðingi á 13. öld. Hann var af ætt [[Sturlungar|Sturlunga]], sonur Böðvars [[Þórður Sturluson|Þórðarsonar Sturlusonar]] og Sigríðar [[Arnór Tumason|Arnórsdóttur Tumasonar]], systur [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeins unga]]. Viðurnefnið kom til af því að Þorgils var fæddur með [[skarð í vör]] en fyrr á öldum var ekki algengt að þeir sem þannig var ástatt um kæmust á legg.
 
Árið 1244 fór Þorgils til Noregs og var við hirð [[Hákon gamli|Hákonar konungs]], sem lét lækni græða skarðið í vör Þorgils og er það fyrsta [[lýtaaðgerð]] sem vitað er til að gerð hafi verið á Íslendingi. Árið 1252 sendi konungur Þorgils til Íslands með [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]] og áttu þeir að reyna að koma landinu undir vald konungs. Þorgils reyndi að ná yfirráðum yfir ríki því sem [[Snorri Sturluson]] frændi hans hafði ráðið í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] og settist að í [[Reykholt í Borgarfirði|Reykholti]]. Hann var óvæginn og harður, bakaði sér óvinsældir og hraktist á endanum út á [[Snæfellsnes]] á föðurleifð sína, [[Staður á Ölduhrygg|Stað]].
 
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
{{fd|1226|1258}}
50.763

breytingar