„Reynistaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Reynistaður''', áður '''Staður í Reynisnesi''', er bær í Skagafirði. Reynistaður er gamalt höfðingjasetur. Þorfinnur karlsefni var frá Reynistað o...
 
Flokkar o.fl.
Lína 1:
'''Reynistaður''', áður '''Staður í Reynisnesi''', er bær í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Reynistaður er gamalt höfðingjasetur. [[Þorfinnur karlsefni]] var frá Reynistað og bjó þar um tíma með konu sinni [[Guðríður Þorbjarnardóttir|Guðríði Þorbjarnardóttur]] eftir að þau sneru aftur frá [[Vínland]]i. Staður var á [[Sturlungaöld]] eitt af höfuðbólum [[Ásbirningar|Ásbirninga]]. Þar bjó Kolbeinn kaldaljós og síðan sonur hans [[Brandur Kolbeinsson]]. [[Gissur Þorvaldsson]] eignaðist Reynistað síðar og má ef til vill segja að húnþar hafi þá orðið [[jarl]]ssetur, því að Gissur hafði fengið jarlsnafnbót.
 
[[Nunnuklaustur]] var stofnað á Reynistað 1295 og starfaði þar til siðaskipta. Þá var klaustrið lagt niður en nunnurnar fengu að vera þar áfram til æviloka. Engar rústir eða aðrar sýnilegar menjar um klaustrið er að finna á Reynistað en nokkur örnefni tengd klaustrinu eru þar. Klaustrið eignaðist fjölda jarða sem komust í eigu konungs eftir siðaskipti en umboðsmenn hans önnuðust umsjón þeirra og kölluðust klausturhaldarar. Margir þeirra bjuggu á Reynistað og má nefna [[Oddur Gottskálksson|Odd Gottskálksson]] lögmann, feðgana Sigurð Jónsson (d. 1602) og Jón Sigurðsson lögmann (d. 1635), Jens Spendrup sýlumann, [[Halldór Vídalín Bjarnason]], föður [[Reynistaðarbræðra]], sem bjó á Reynistað 1768-1800 og ekkju hans, [[Ragnheiður Einarsdóttir|Ragnheiði Einarsdóttur]], sem var klausturhaldari 1803-1814, og Einar stúdent Stefánsson, afi [[Einar Benediktsson|Einars Benediktssonar]] skálds.
 
Kirkja hefur verið á Reynistað frá fornu fari og var núverandi kirkja vígð 1870.
 
== Tengt efni ==
* [[Reynistaðarkirkja]]
* [[Reynistaðarklaustur]]
 
[[Flokkur:Skagafjörður]]
[[Flokkur:Kirkjustaðir á Íslandi]]