„Jöklar á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kiwi (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Kiwi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jöklar á Íslandi''' þekja nú til dags um 11,1% af flatarmáli landsins (um 11.400 km<sup>2</sup> af 103.125 km<sup>2</sup>). [[Vatnajökull]], stærsti [[jökull]] [[Evrópa|Evrópu]], þekur um 8% landsins.
 
Margir íslensku [[Jökull|jöklanna]] liggja yfir [[Eldfjöll Íslands|eldstöðvum]]. [[Grímsvötn]] og [[Bárðarbunga]] eru til dæmis stórar eldstöðvar undir [[Vatnajökull|Vatnajökli]]. [[Askja]] Grímsvatna er um 100 km<sup>2</sup> og askja Bárðarbungu um 60 km<sup>2</sup>. Eldgos undir jöklum verða oft á tíðum í kjölfar [[jökulhlaup]]a en jökulhlaupin losa um þrýsting á eldstöðinni.
 
== Helstu jöklar Íslands ==
Lína 45:
 
Þessir þrettán stærstu jöklar Íslands eru um 11.181 km<sup>2</sup> að flatarmáli en allir jöklar landsins eru um 11.400 km<sup>2</sup>.
 
== Jöklabúskapur á Íslandi ==
Talið er að síðasta kuldaskeiði [[Ísöld|ísaldar]] hafi lokið fyrir um 10 þúsund árum. Þá fór ísaldarjökullinn að bráðna. Líklega var Ísland alveg jökullaust (eða því sem næst) fyrir 9 þúsund árum. Tímabilið frá þeim tíma og þar til fyrir 2.500 árum einkenndist af mjög mildu [[veður]]fari hér á landi. Fyrir 2.500 árum kólnaði í veðri og núverandi jöklar tóku að myndast. Jöklarnir hafa sennilega náð hámarki um aldamótin 1900 en hafa síðan þá dregist hratt saman.<ref name=AlJar>{{bókaheimild|höfundur=Jóhann Ísak Pétursson|höfundur2=Jón Gauti Jónsson|titill=Almenn Jarðfræði|útgefandi=Iðnú|ár=2008}}</ref>
 
{| class="wikitable sortable" align="center" border="1" cellpadding="2"
|colspan=10 align="center"|'''Jöklabúskapur frá 1930-1995'''
|-
|align="center"| 1930-1950
| style="background:#FF9999;" |Jöklar hopa hratt
|-
|align="center"| 1950-1970
| style="background:#F8DBDB;" |Jöklar hopa hægt
|-
|align="center"| 1970-1995
| style="background:#CCFFCC;" |Jöklar skríða fram
|-
|}
 
Frá árinu 1995 hafa jöklarnir dregist enn frekar saman. Til dæmis hefur Vatnajökull rýrnað að meðaltali um 4 km<sup>3</sup> á ári sem samsvarar því að allur jökullinn þynnist um hálfan metra árlega.<ref name=AlJar></ref>
 
== Tilvísanir ==