„Örlygsstaðabardagi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Örlygsstaðabardagi''' er fjölmennasta [[orrusta]] sem háð hefur verið á [[Ísland]]i. Hún fór fram við eyðibýlið Örlygsstaði í landi [[Víðivellir|Víðivalla]] í [[Blönduhlíð]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] þann [[21. ágúst]] [[1238]]. Frá Örlygsstaðabardaga segir í Sturlungu, og er frásögnin í þeim hluta hennar sem [[Sturla Þórðarson]] lögmaður og sagnaritari skrifar, en hann var viðstaddur bardagann og barðist í liði frændmenna sinna, [[Sturlungar|Sturlunga]].
 
Í Örlygsstaðabardaga áttust við Sturlungar annarsvegar, undir forystu feðgana [[Sighvatur Sturluson|Sighvatar]] á Grund og [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] sonar hans, en andstæðingarnir voru þeir [[Gissur Þorvaldsson]] og [[Kolbeinn ungi Arnórsson]]. Sturlungar höfðu ætlað að gera aðför að Kolbeini unga á Flugumýri, þar sem hann bjó, en gripu í tómt. Þeir héldu kyrru fyrir í Blönduhlíð og við [[Vallalaug]] nokkra daga en á meðan safnaði Kolbeinn liði um Skagafjörð og Húnaþing en Gissur Þorvaldsson kom með mikið lið að sunnan. Liðsmunur var allmikill, því þeir Gissur og Kolbeinn, sem [[Sturlunga]] kallar oftast „sunnanmenn“, höfðu allt að 1700 manns, en þeir feðgar trúlega nálægt 1300. Erfitt er þó að fullyrða um þessar tölur. Sunnanmenn komu austur yfir [[Héraðsvötn]] og tókst að koma Sturlungum að óvörum, svo að þeir hörfuðu undan í ofboði og bjuggu um sig í gerðinu á Örlygsstöðum, sem var ekki gott vígi, enda mun orrustan ekki hafa staðið lengi og fljótt brast flótti í lið Sturlunga. Alls féllu 49 úr þeirra liði en aðeins 7 af mönnum Kolbeins og Gissurar.
 
Á meðal þeirra sem féllu voru feðgarnir Sighvatur og Sturla, svo og Markús Sighvatsson. Kolbeinn og Þórður krókur Sighvatssynir komust í kirkju á Miklabæ en voru teknir þaðan og höggnir en Tumi Sighvatsson yngri komst einn bræðranna undan ásamt hópi manna upp í Miðsitjuskarð og þaðan yfir fjöllin til [[Eyjafjörður|Eyjafjarðar]]. Sturla Þórðarson komst einnig í kirkjuna en fékk grið og einnig aðrir sem þar voru, að Sturlusonum, tveim sonum [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns Sveinbjarnarsonar]] og tveimur mönnum öðrum undanskildum.