„Tumi Sighvatsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Tumi Sighvatsson''' (1198 - 4. febrúar 1222) var elsti sonur Sighvatar Sturlusonar. Þegar Sighvatur flutti til Eyjafjarðar fr...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Tumi Sighvatsson''' ([[1198]] - [[4. febrúar]] [[1222]]) var elsti sonur [[Sighvatur Sturluson|Sighvatar Sturlusonar]] og Halldóru Tumadóttur. Þegar Sighvatur flutti til [[Eyjafjörður|Eyjafjarðar]] frá [[Sauðafell]]i í Dölum skildi hann næstelsta soninn, [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]], eftir þar og gerði hann að héraðshöfðingja. Tumi vildi fá mannaforráð líka en faðir hans neitaði. Þá fór Tumi til [[Hólar í Hjaltadal|Hóla]] haustið 1221 og hrakti [[Guðmundur Arason|Guðmund Arason]] biskup út í [[Málmey (Skagafirði)|Málmey]] en snemma næsta árs komu menn biskups til Hóla að næturlagi, náðu Tuma og drápu hann, en biskup flúði með menn sína til [[Grímsey]]jar.
 
Tumi virðist hafa verið ofstopamaður og safnað um sig fylgisveinum af svipuðum toga og í [[Sturlunga|Sturlungu]] segir: "... lagðist sá orðrómur á að enginn flokkur hefði verið jafn óspakur og sá er fylgdi Tuma Sighvatssyni og svo sjálfur hann."