„Kolbeinn Tumason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Kolbeinn Tumason''' goðorðsmaður á Víðimýri var skagfirskur höfðingi í lok 12. aldar og upphafi þeirrar 13., leiðtogi Ásbirninga ...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kolbeinn Tumason''' (um 1171-9. september 1208) goðorðsmaður á [[Víðimýri]] var [[Skagafjörður|skagfirskur]] höfðingi í lok 12. aldar og upphafi þeirrar 13., leiðtogi [[Ásbirningar|Ásbirninga]] og einn valdamesti maður [[Norðurland]]s. Hann átti mikinn þátt í því að [[Guðmundur Arason]] prestur á Víðimýri var kjörinn biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] 1201 og hefur sjálfsagt talið að hann yrði sér hliðhollur og leiðitamur en svo fór ekki, Guðmundur vildi gera Hólastól óháðan veraldlegu valdi og varð fljótt úr fullur fjandskapur þeirra. Biskupinn [[bannfæring|bannfærði]] Kolbein 2006.
 
Í september 1208 fóru Kolbeinn, [[Arnór Tumason|Arnór]] bróðir hans og [[Sigurður Ormsson]], höfðingi [[Svínfellingar|Svínfellinga]], til Hóla með sveit manna en þá kom til bardaga er nefndur hefur verið [[Víðinesbardagi]]. Steinar voru einhver helstu vopn Íslendinga í átökum 13. aldar og Kolbeinn fékk stein í ennið sem varð bani hans.