Munur á milli breytinga „Sighvatur Sturluson“

ekkert breytingarágrip
'''Sighvatur Sturluson''' ([[1170]]-[[1238]]) var einn helsti höfðingi [[Sturlungar|Sturlunga]] á fyrri hluta 13. aldar. Hann var sonur [[(Hvamm-Sturla)|Sturlu Þórðarsonar]] (Hvamm-Sturlu) og Guðnýjar Böðvarsdóttur konu hans og albróðir þeirra [[Þórður Sturluson|Þórðar]] og [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusona]]. Hann ólst upp í [[Hvammur í Dölum|Hvammi í Dölum]] og bjó þar framan af, á Staðarfelli, í Hjarðarholti og á Sauðafelli, en árið 1215 flutti hann til Eyjafjarðar, settist að á [[Grund í Eyjafirði|Grund]] og varð héraðshöfðingi Eyfirðinga og Þingeyinga. Hann dróst síðar inn í valdabaráttu [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] sonar síns og átök hans við [[Gissur Þorvaldsson]] og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], sem lauk með [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnan við gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.
 
Sighvatur var skáldmæltur en mjög lítið er varðveitt af kveðskap hans. Kona hans var Halldóra Tumadóttir, föðursystir Kolbeins unga, og áttu þau sjö syni og eina dóttur, Steinvöru húsfreyju á Keldum. Elsti sonurinn Tumi, var drepinn á Hólum 1222 af mönnum [[Guðmundur Arason|Guðmundar Arasonar]] biskups, [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]] var í Noregi, en hinir fimm voru allir í Örlygsstaðabardaga. Sturla féll þar, Markús særðist til ólífis og var svo veginn á Víðivöllum, Þórður yngri og Kolbeinn flúðu í kirkju á [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] og voru teknir þaðan og höggnir með öxi föður síns, Stjörnu. Tumi yngri náði að flýja en var drepinn fáeinum árum síðar.
Óskráður notandi