„Haugsnesbardagi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Haugsnesbardagi''', 19. apríl 1246, var ein af stórorrustum Sturlungaaldar og mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi. Þar börðust [...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Haugsnesbardagi''', 1[[919. apríl]] [[1246]], var ein af stórorrustum [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]] og mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi. Þar börðust [[Sturlungar]] (aðallega Eyfirðingar) undir forystu [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórðar kakala Sighvatssonar]] og [[Ásbirningar]] (Skagfirðingar), sem [[Brandur Kolbeinsson]] stýrði. Hann hafði á sjötta hundrað manna í sínu liði en Þórður kakali nærri fimm hundruð og voru það því yfir þúsund manns sem þarna börðust og tíundi hver féll, eða yfir eitt hundrað manns.
 
Skagfirðingar höfðu gist á [[Víðimýri]] nóttina fyrir bardagann en komu austur yfir [[Héraðsvötn]] og tóku sér stöðu utan við Haugsnes, sem er nes sem skagar til norðurs út í Dalsáreyrar. Lið Eyfirðinga hafði verið um nóttina á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og bjuggust Skagfirðingar við að þeir kæmu ríðandi út með brekkunum en Eyfirðingar komu yfir Haugsnesið og gátu komið Skagfirðingum að óvörum, svo að þeir voru illa viðbúnir. Þórður kakali hafði líka komið flugumanni í lið Skagfirðinga, sem flýði manna fyrstur og fékk marga til að leggja á flótta með sér.