„Mosi frændi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Reiknir (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Reiknir (spjall | framlög)
m S 1985
Lína 1:
{{hreingera}}
Mosi Frændi var hljómsveit stofnuð af nemum í [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|M. H.]] í október árið 1985 og kom fyrst fram á tónleikum í Norðurkjallara M.H. í apríl árið eftir. Frami sveitarinnar lét á sér standa til að byrja með en sumarið 1987 var vel nýtt í upptökur við frumstæðar aðstæður í áðurnefndum Norðurkjallara. Þá um haustið gaf sveitin út þrettán laga snældu sem fékk heitið "Suzy Creamcheese for President" en hefur oftast verið þekktari sem "Sandý Saurhól" en það stóð einmitt á framhlið umslagsins. Spólan var metnaðarfullt konseptlistaverk þar sem önnur hliðin var með frumsömdum lögum en hin með misfrumlegum ábreiðum. Tónleikar í tengslum við útkomu spólunnar vöktu nokkra athygli og blaðaskrif og í framhaldinu var Mosa Frænda boðið að setja lög á safnsnældu frá Erðanúmúsík sem bar heitið Snarl 2. Upphaflega áttu að vera þrjú lög frá hverju bandi en vegna fjölda hljómsveita var þeim fækkað í tvö. Lagið "Vélin" sem er að finna hér á síðunni, lá því óbætt hjá garði í nær tvo áratugi en heyrist nú loksins aftur.
 
Mosinn hélt áfram að skipuleggja og halda tónleika sem vöktu mismikla lukku áhorfenda og blaðamanna. Sumir töluðu um "menntaskólahúmor á fyrsta stigi rotnunar," og [[Ari Eldon]] sem þá var bassaleikari í pönkhljómsveitinni [[Sogblettir|Sogblettum]], lagði til í blaðadómi um tónleika Mosans á Hótel Borg að best væri fyrir alla ef þessi hljómsveit hætti að koma fram. Hugsanlega höfðu Sogblettir móðgast yfir frasanum "Sogblettir eru vandamál" í lagi Mosa Frænda á Snarl-spólunni, hver veit? En aðrir blaðamenn voru hrifnari, einna helst Þorsteinn J Vilhjálmsson sem skrifaði í tónleikaumfjöllun: "Mosi Frændi er með skemmtilegri fyrirbærum í músíklífinu um þessar mundir. Kaldhæðnislegir útúrsnúningar er stefna út af fyrir sig. Sveitin er leitandi og óhrædd við að ráðst á garðinn þar sem hann er hæstur. Virðingarvert".
Lína 7:
 
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
{{S|1985}}