Munur á milli breytinga „Marxismi“

4 bæti fjarlægð ,  fyrir 10 árum
m
robot Fjarlægi: ug:ﻣﺎﺭﻛﺴﯩﺰﻡ; kosmetiske endringer
m (robot Bæti við: sah:Марксизм)
m (robot Fjarlægi: ug:ﻣﺎﺭﻛﺴﯩﺰﻡ; kosmetiske endringer)
'''Marxismi''' er [[hugmyndafræði]] sem tekur yfir [[stjórnmál]], [[heimspeki]], [[söguspeki]], [[hagfræði]] og fleiri svið og fræðigreinar. Fræðikenningin er kennd við [[Karl Marx]] ([[1818]] - [[1883]]), sem setti hana fram sem nokkuð heillega kenningu ásamt vini sínum og samstarfsmanni [[Friedrich Engels]] ([[1820]] - [[1895]]) á nítjándu öld. Rætur marxismans eru nokkrar, og greinar hans sömuleiðis.
 
== Rætur marxismans ==
Að eigin sögn sótti Karl Marx hugmyndir sínar aðallega úr þrem áttum. Þær voru:
 
=== „Enska“ hagfræðihliðin ===
{{Aðalgrein|Pólitísk hagfræði}}
[[Pólitísk hagfræði]], sem sækir einkum mikið til [[England|enska]] hagfræðingsins [[David Ricardo]]. Hún fjallar um [[framleiðslutengsl]], [[fjármagn|auðmagn]], [[gildisauki|gildisauka]] og samþjöppun [[eign]]a;
 
=== „Frönsku“ stjórnmálin ===
{{Aðalgrein|Sósíalismi}}
[[Sósíalismi]], sem sækir mikið til [[Frakkland|franskra]] brautryðjenda (svo sem [[Henri de Saint-Simon]], [[Pierre-Joseph Proudhon]] og [[Louis Blanc]]). Hann snýst um [[stéttabarátta|stéttabaráttu]] og stefnir að valdatöku [[Verkamaður|verkalýðsins]] í [[bylting]]u, þar á eftir [[alræði öreiganna]] og, í fyllingu tímans, stéttlausu þjóðfélagi;
 
=== „Þýska“ heimspekin ===
{{Aðalgrein|Díalektísk efnishyggja}}
[[Díalektísk efnishyggja]], sem Marx setti saman úr [[díalektík]] að hætti [[Georg Wilhelm Friedrich Hegel|Hegels]] og [[efnishyggja|efnishyggju]] að hætti [[Ludwig Feuerbach|Feuerbachs]]. Hún fjallar um áhrif náttúrulegra fyrirbæra hvert á annað og að hið efnislega eða hlutlæga sé undirstaða hins andlega eða huglæga. Hliðargrein díalektískrar efnishyggju er [[söguleg efnishyggja]]
 
== Helstu rit ==
Karl Marx og Friedrich Engels skrifuðu fjölda bóka og greina, og ritsafn þeirra nemur tugum binda. Sum skrifin hafa eðlilega haft meiri áhrif en önnur, og eru nokkrar áhrifamestu bækurnar þessar: ''[[Kommúnistaávarpið]]'', ''[[Auðmagnið]]'', ''[[Díalektík náttúrunnar]]'', ''[[Anti-Dühring]]'', ''[[Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins]]'', ''[[Átjándi Brumaire Loðvíks Napóleons]]'' og ''[[Þýska hugmyndafræðin]]''.
 
== Greinar marxisma ==
Fljótlega eftir að Marx og Engels voru látnir, fór fylgismenn þeirra að greina á um hver hin rétta túlkun pólitísks marxisma væri. [[Annað alþjóðasambandið]] gerðist í fyrstu fráhverft beinni byltingu, en áleit að ná mætti sama árangri með baráttu á [[þing]]i og í öðrum borgaralegum stofnunum. Það klofnaði þegar byltingarsinnar sögðu skilið við það á árum [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]], vegna afstöðu til stríðsins og byltingarinnar í [[Rússland]]i. [[Lenín]] tók upp merki byltingarsinnaðs marxisma og jók við kenningar Marx, meðal annars með kenningunni um [[Heimsvaldsastefna|heimsvaldastefnu]], í samnefndu riti sínu. Eftir dauða Leníns urðu [[Stalín]] og [[Trotskí]] leiðandi hvor í sínum hópi, þar sem aðal bitbeinið var hvort Stalín og [[bolsévíkar]] væru á réttri leið um stjórn [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Enn klofnaði hreyfingin þegar vinslit urðu með Stalín og [[Tító]] og kuldi milli Stalíns og [[Maó]]s, og eftir að [[Nikíta Khrústséff|Khrústséff]] hélt [[Leyniræðan|leyniræðu]] sína og uppskar fyrir vikið fordæmingu Maós og [[Enver Hoxha|Envers Hoxha]], sem einnig [[Kínversk-albanski klofningurinn|urðu ósáttir]]. Ástæður þessara vinslita voru oftast pólitískar, en hugmyndafræðin fylgdi þeim (sem rímar við þá skoðun díalektískrar efnishyggju að hið hlutlæga sé grundvöllur hins huglæga...).
 
Marxísk fræði hafa haft mikil áhrif á önnur svið en bein opinber stjórnmál. Má þar einkum nefna söguskoðunina, sem markar söguspeki margra sagnfræðinga, og heimspekina, sem styður lífsviðhorf efnishyggjumanna. Þá eru marxísk áhrif (mis)sterk innan margra annarra fræðigreina, til dæmis [[bókmenntafræði]], [[kynjafræði]], hagfræði og auðvitað [[stjórnmálafræði]].
 
== Gagnrýni á marxisma ==
Þar sem marxismi setur fram harða og byltingarsinnaða gagnrýni á ríkjandi skipulag hagkerfisins og samfélagsins, hefur hann mætt mótspyrnu frá fyrstu tíð og er mjög umdeildur enn í dag. Gagnrýnin kemur bæði frá vinstri ([[Anarkismi|anarkistum]]) og hægri ([[Íhaldsstefna|íhaldsmönnum]], [[Frjálshyggja|frjálshyggjumönnum]], [[Jafnaðarstefna|sósíaldemókrötum]], [[Trú|trúuðum]] og fleirum).
 
=== Anarkísk gagnrýni á marxisma ===
Anarkistar gagnrýna marxista aðallega fyrir að boða að verkalýðurinn eigi að taka völdin í samfélaginu, frekar en að valdabygging samfélagsins verði einfaldlega leyst upp eða lögð niður. Báðar stefnur eru samdóma um að stefna að stéttlausu samfélagi, en anarkistar hafna því að alræði öreiganna sé óhjákvæmilegt millistig. Saka þeir marxista oft um stjórnlyndi, sem þeir álíta að hafi einkennt þær ríkisstjórnir sem hingað til hafa kennt sig við marxisma. Marxista greinir á um umræddar ríkisstjórnir: Sumir telja þær hafa gert það sem var nauðsynlegt, aðrir að þær hafi ekki haft sósíalískt eða marxískt inntak í alvörunni, enn aðrir að þær hafi spillst vegna ýmissa innri og ytri kringumstæðna.
 
=== Íhaldssöm gagnrýni á marxisma ===
Íhaldsmenn gagnrýna einkum að marxistar vilji afnema gömul og gróin gildi og samfélagslegar stofnanir og festi sem þeir telja vera nauðsynleg eða, í það minnsta, til bóta fyrir samfélagið. Þau festi sem marxistar telja að þurfi að hverfa úr sögunni, álíta þeir að séu stofnanavædd forréttindi ríkjandi stéttar, til dæmis ríkisvaldið, einkaeignarrétturinn og fjölskyldan í þeirri mynd sem þessar samfélagsstofnanir eru nú.
 
=== Frjálshyggjugagnrýni á marxisma ===
Frjálshyggjumenn gagnrýna marxista bæði fyrir að boða afnám [[Kapítalismi|kapítalismans]], sem þeir telja að sé mannkyninu til hagsbóta, og fyrir stjórnlyndi, með svipuðum rökum og anarkistar.
 
=== Sósíaldemókratísk gagnrýni á marxisma ===
Jafnaðarmenn gagnrýna marxista fyrir að telja byltingu nauðsynlega, og álíta sjálfir að hægt sé að sætta kapítalískt hagkerfi við hag almennings og þær sættir geri byltingu óþarfa og byltingarstefnu því óþarfa öfgastefnu. Margir marxistar telja hins vegar að byltingarógn hafi gert jafnaðarstefnu að skárri kosti í augum ríkjandi stéttar, sem hafi keypt frið við vinnandi stéttir Vesturlanda með arði af heimsvaldastefnu í öðrum heimshlutum. Velferðarþjóðfélagi, þar sem það er við lýði, sé tímabundið millibilsástand, og að fyrr eða síðar slái aftur í brýnu milli eignastéttarinnar og vinnandi stétta.
 
=== Trúarleg gagnrýni á marxisma ===
Trúarhreyfingar gagnrýna marxisma einkum fyrir þá ströngu efnishyggju sem hann byggist meðal annars á. Fólk sem trúir á æðri máttarvöld eða önnur yfirnáttúrleg öfl fælist heimsmynd sem hafnar slíku, og telur hana ekki vita á gott.
 
== Tengt efni ==
* [[Sósíalismi]]
* [[Kommúnismi]]
* [[Karl Marx]]
 
== Tenglar ==
* [http://www.marxists.org/ Marxists Internet Archive] – safn marxískra rita (á ensku).
 
[[th:ลัทธิมาร์กซ]]
[[tr:Marksizm]]
[[ug:ﻣﺎﺭﻛﺴﯩﺰﻡ]]
[[uk:Марксизм]]
[[ur:مارکسیت]]
58.112

breytingar