Munur á milli breytinga „Jörundur hundadagakonungur“

 
== Ástralía ==
Í árslok [[1825]] var Jörgensen fluttur um borð í [[fangaskip]] og var áfangastaður [[Nýja Suður-Wales]]. En hann fékk því framgengt að hann var fluttur um borð í annað skip, sem fór til [[Van Diemensland]]s [[Tasmanía|(Tasmaníu)]]. Það skip hét Woodman. Á leiðinni var hann aðstoðarmaður skipslæknisins og stundaði jafnframt [[njósnir]] fyrir skipstjórann. Þegar til Hobart kom þótti honum mikið til um þá [[breyting]]u, sem orðin var frá því hann var þar við rannsóknir í óbyggðum aldarfjórðungi fyrr. Nú var þarna 8000 manna [[bær]]. Hann fékk [[meðmæli]] frá skipstjóranum til landsstjórans og var vægt tekið á honum. Honum tókst að vinna sig upp í [[Hobart]] og fékk stöðu sem [[eftirlitsmaður]] með hinum föngunum. Síðar varð hann [[lögregluþjónn]] í Hobart og giftist þar. Kona hans var [[Írland|írsk]] og hét Nora Corbett. Að sjálfsögðu var hún [[fangi]] eins og hann. Þau giftu sig í [[janúar]] [[1831]]. Það var víst ekki hamingjuríkt hjónaband. Hann sagði af sér lögregluþjónsstöðunni og þau fóru bæði að lifa í [[slark]]i og drykkjuskap. Jörgensen vann við skriftir og liggur ýmislegt eftir hann frá þessum tíma. Þau bjuggu í húsi númer 4 við Watchorn stræti. Jörgensen var greiddur út 200 punda [[arfur]] frá [[Kaupmannahöfn]] (líklega eftir föður sinnhans). EinhverntímaEinhvern tíma um [[1835]] fór hann fram á að vera [[náðun|náðaður]] og var það veitt, þó með því [[skilyrði]], að hann kæmi aldrei aftur til [[Bretland]]s. En hann mátti fara hvert annað sem honum sýndist og var frjáls eftir það. Hann fór þó hvergi. Kona hans dó fyrir [[1840]] og hann lifði áfram sama slarklifnaði og fyrr. Hann dó í Hobart [[20. janúar]] [[1841]] á 61. aldursári. Sagt er að hann eigi afkomendur í [[Ástralía|Ástralíu]], en ekki er vitað hvar hann liggur grafinn.
 
== Heimildir ==
Óskráður notandi