„Kárahnjúkavirkjun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 67:
 
=== Samningar í höfn ===
Landsvirkjun skrifaði undir rafmagnssamninga við Alcoa, sem getið var í síðustu viljayfirlýsingu, þann 10. janúar. [[Helgi Hjörvar]] stjórnarmaður Landsvirkunar samþykkti ekki samninginn og lagði fram bókun þar sem fram kom að hann taldi framkvæmdina ekki nægilega arðbæra.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=359&ArtId=569|titill=10.1.2003: Landsvirkjun samþykkir samning við Alcoa|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þann [[12. mars]] [[2003]] tóku lög um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði gildi.<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003012.html|titill=Lög um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Lögin voru samþykkt af 41 þingmanni, atkvæði á móti greiddu [[Rannveig Guðmundsdóttir]] og [[Þórunn Sveinbjarnardóttir]] (þingmenn Samfylkingarinnar), [[Katrín Fjeldsted]] (þingmaður Sjálfstæðisflokks) og [[Árni Steinar Jóhannsson]], [[Jón Bjarnason]], [[Kolbrún Halldórsdóttir]], [[Steingrímur J. Sigfússon]], [[Þuríður Backman]] og [[Ögmundur Jónasson]] (þingmenn Vinstri grænna). [[Pétur Bjarnason]], varaþingmaður [[Frjálslyndi flokkurinn|Frjálslynda flokksins]], sat hjá við atkvæðagreiðsluna en 12 þingmenn voru fjarverandi. Við þriðju umræðu ofangreindra laga lögðu sex þingmenn [[Vinstri grænir|Vintri grænna]] breytingartillögu þar sem sá fyrirvari var gerður á lagasetningunni að hún yrði samþykkt í [[þjóðaratkvæðagreiðslu]] samhliða Alþingiskosningum seinna sama ár, tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 6.<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/altext/128/s/1067.html|titill=þskj. 1067 # brtt. SJS, 128. lþ. 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði # frv. 12/2003|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>