„Kárahnjúkavirkjun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 44:
Þann [[23. mars]] [[2002]] tilkynnti Norsk Hydro að sökum yfirtöku á þýska álframleiðslufyrirtækinu ''VAW Aluminium AG'' hefði fyrirtækið í hyggju að fresta virkjunarframkvæmdum um ókominn tíma. Í fréttayfirlýsingu kom einnig fram að skilningur ríkti um að íslensk stjórnvöld og fjárfestar gætu leitað fjárfestingar til annarra fyrirtækja.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=177&ArtId=276|titill=Yfirlýsing frá Noral-hópnum 22. mars 2002|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.hydro.com/en/press_room/news/archive/2002_03/reydaral_en.html|titill=Hydro to review Iceland smelter|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þann [[16. apríl]] 2002 samþykkti Alþingi ný lög um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002038.html|titill=2002 nr. 38 16. apríl/ Lög um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Þreifanir á milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og [[Alcoa]] hófust fljótlega og strax tæpum mánuði eftir yfirlýsingu NORAL-hópsins, 19. apríl, var undirrituð viljayfirlýsing um að Alcoa tæki við af Norsk Hydro þar sem frá var horfið. Þar kom einnig fram að sérstök undirstofnun iðnaðar- og viðskipta-ráðuneytisinsviðskiptaráðuneytisins [[Fjárfestingarstofan]] (e. [http://www.invest.is Invest in Iceland]) hefði milligöngu fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=144&ArtId=277|titill=Alcoa-yfirlýsing 19. apríl 2002|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þann [[23. maí]] 2002 var gefin út önnur viljayfirlýsing um áframhaldandi athuganir og miðað við að frekari fréttir myndu berast þann 18. júlí, tæpri viku eftir stjórnarfund Alcoa.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=144&ArtId=278|titill=Alcoa-yfirlýsing 23. maí 2002|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>