„Björgólfur Thor Björgólfsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 2:
'''Björgólfur Thor Björgólfsson''' (f. [[19. mars]] [[1967]]) er [[Ísland|íslenskur]] kaupsýslumaður. Hann er þekktur erlendis sem Thor Björgólfsson. Björgólfur Thor var fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista [[Forbes Magazine]] yfir 500 ríkustu einstaklinga heims. Í mars [[2008]] voru eignir hans metnar á 3,5 milljarða dollara, eða um 227 milljarða króna.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20080306/VIDSKIPTI06/80306015/-1/VIDSKIPTI|titill=Björgólfur féll þá á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir|útgefandi=Vísir.is|ár=2008|mánuður=6. mars}}</ref> Björgólfur er sonur [[Björgólfur Guðmundsson|Björgólfs Guðmundssonar]], sem einnig var fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi. Hann er í sambúð og á eitt barn. Heimili hans er í [[London]] og hann á hús í Fossvoginum.
==Ævi==
Björgólfur Thor lauk námi í [[viðskiptafræði]] frá [[New York University]] árið [[1991]]. Hann rak síðan skemmtistaðinn á [[Hotel Borg]] <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1745034 Dansleikir á Hótel Borg hefjast á ný; grein í Morgunblaðinu 1991]</ref> ásamt [[Skúli Mogensen|Skúla Mogensen]] og síðan [[Tunglið (skemmtistaður)|Tunglið]]. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1770888 Tunglið; auglýsing í Morgunblaðinu 1992]</ref> Björgólfur fór fljótlega eftir það, eða árið [[1993]], til [[Sankti Pétursborg]]ar í [[Rússland]]i ásamt föður sínum og [[Magnús Þorsteinsson|Magnúsi Þorsteinssyni]] til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðjuna ''Gosann''. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1791368 Uppsetning verksmiðju Gosans í Rússlandi gengur vel; grein í Morgunblaðinu 1993]</ref> Rekstur verksmiðjunnar var erfiður framan af, bæði vegna málaferla innan fyrirtækisins og erfiðra viðskiptaaðstæðna í [[Rússland]]i.
 
Björgólfur og félagar færðu sig um set í lok tíunda áratugarins og keyptu rekstur Bravo bruggverksmiðjunnar. Fljótlega hófst þar framleiðsla á Botchkarov bjór sem sló í gegn í heimalandinu. Heineken keypti Bravo árið [[2002]], fyrir $400 milljónir, og þá hafði fjárfestingafyrirtæki Björgólfs, [[Samson]], keypt hlut í Balkanpharma og Pharmaco.