„Shōgi“: Munur á milli breytinga

60 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
m
robot Bæti við: af:Shogi; kosmetiske endringer
m (Tók aftur breytingar Yoshihisa Yamada (spjall), breytt til síðustu útgáfu Zorrobot)
m (robot Bæti við: af:Shogi; kosmetiske endringer)
[[Mynd:Shogi Ban Koma.jpg|right|thumb|300px|'''Shōgi''', japönsk skák]]
</onlyinclude>
== Leikreglur ==
=== Markmið ===
 
Markmiðið er að ná konungi andstæðingsins.
 
=== Leikmenn og búnaður ===
 
Tveir leikmenn, svartur og hvítur (eða 先手 ''sente'' og 後手 ''gote'') leika á borði með reitum, sem mynda 9 raðir og 9 dálka. Reitirnir eru einlitir, en ekki svartir og hvítir eins og í evrópskri skák.
Táknin aftan á taflmönnunum, sem tákna nýja stöðu þeirra eftir stöðuhækkun, eru oftast rauð og skrifuð með mjög stílfærðri skrautskrift. Táknin aftan á þeim sem verða að gullhershöfðingjum eru mismunandi skrautskriftarútgáfur af tákninu fyrir gull, 金, og eru því einfaldaðri sem taflmaðurinn er minna virði. Á prenti eru stundum notaðir í þessum tilgangi eftirfarandi tákn: 全 fyrir uppfært silfur, 今 fyrir uppfærðan riddara, 仝 fyrir uppfærða lensu, og 个 fyrir uppfært peð (''tokin''). Önnur leið er að nota einföldun á fyrra tákninu í nöfnum óuppfærðu taflmannanna, þannig: 圭 fyrir uppfærðan riddara, 杏 fyrir uppfærða lensu, hið sama 全 og að ofan fyrir uppfært silfur, og と fyrir ''tokin''.
 
=== Uppsetning ===
[[Mynd:Shogi initial setup.png|thumb|300px|right|Upphafsstaðan í shōgi, séð frá sjónarhorni svarts.]]
Hver leikmaður stillir sínum taflmönnum eins og sagt er hér að neðan og beinir oddi þeirra að andstæðingnum.
Ákveðnum hefðum er fylgt varðandi í hvaða röð taflmennirnir eru settir á borðið, og eru tvær viðurkenndar leiðir, ''ōhashi ryū'' (大橋流) og ''itō ryū'' (伊藤流). Hér má sjá röðina, ''ōhashi'' til vinstri og ''itō'' til hægri:
 
[[Mynd:Shogi ohashi ryu.png]] [[Mynd:Shogi ito ryu.png]]
 
=== Taflið ===
 
Leikmennirnir gera til skiptis, en svartur hefur leikinn. (Orðin „svartur“ og „hvítur“ eru einungis notuð til að greina á milli leikmanna þegar rætt er um leikinn, en eiga ekki við um taflmennina sjálfa, enda hafa þeir engan sérstakan lit.) Þegar einn leikmannanna á leik má hann annaðhvort færa einn manna sinna sem þegar eru á leikborðinu, eða setja inn nýjan mann, sem hann hefur tekið af andstæðingnum fyrr í leiknum. Nánar er fjallað um þetta hér að neðan.
Atvinnumenn tefla með [[skákklukka|skákklukku]], líkt og gert er í evrópskri skák.
 
=== Færsla og dráp ===
 
Hver taflmaður hreyfist á mismunandi hátt. Kóngur, hershöfðingjar og peð geta aðeins færst um einn reit í einu. Ef taflmaður andstæðingsins er á mögulegum áfangastað má ''taka'' það og færa sinn taflmann á reitinn þar sem hann var. Ef hans eigin taflmaður er þar fyrir má hann ekki leika öðrum taflmanni þangað.
Taflmennina má hreyfa ýmist ''beint'' (lóðrétt eða lárétt) eða ''á ská'' (45°). Riddarinn er eina undantekningin á þessari reglu.
 
==== Kóngur ====
 
Kóngur getur færst um einn reit í senn í hvaða átt sem er (lóðrétt, lárétt eða á ská).
 
==== Gullhershöfðingi ====
 
Gullhershöfðingi getur færst um einn reit í senn lóðrétt eða lárétt, auk þess sem hann getur hreyfst áfram á ská. Hann hefur því sex mögulega áfangastaði. Ekki má hreyfa hann aftur á bak á ská.
 
==== Silfurhershöfðingi ====
 
Silfurhershöfðingi getur færst um einn reit í senn á ská (aftur á bak eða áfram) eða beint áfram. Hann hefur því fimm mögulega áfangastaði.
Vegna þess að óuppfært silfur á auðveldara með að hörfa aftur en uppfært er mjög algengt að sleppa því að hækka það í tign þegar færi gefst á því (sjá að neðan).
 
==== Riddari ====
 
Riddari ''stekkur'' áfram á reit sem er tveimur reitum framar og einum reiti lengra til vinstri eða hægri. Hann hefur því val um tvo áfangastaði. Hann getur ekki stokkið til hliðar eða aftur á bak. Þetta er allt gert í einum leik, og telst riddarinn ekki hafa lent á reitunum sem liggja á milli upphaflegs reits hans og áfangastaðarins.
Oft er gott að sleppa því að hækka riddarann í tign þegar kostur gefst á því. Þó má ekki sleppa því þegar hann hefur komist í síðustu eða næstsíðustu röð, þar sem hann gæti annars ekkert hreyft sig framar. Eins má ekki setja riddara inn á borðið í síðustu eða næstsíðustu röð af sömu ástæðum (sjá nánar að neðan).
 
==== Lensa ====
 
Lensa getur færst um ótakmarkaðan fjölda auðra reita beint áfram. Hana má ekki færa til hliðar eða aftur á bak.
Oft er gott að sleppa því að hækka lensuna í tign þegar kostur gefst á því. Þó er óráðlegt að sleppa því þegar í næstsíðustu röð er komið, og það er óleyfilegt að sleppa því þegar hún er komin í síðustu röð, enda gæti hún annars ekkert hreyft sig framar. Af sömu ástæðum má ekki setja lensu inn á borðið í síðustu röð (sjá nánar að neðan).
 
==== Biskup ====
 
Biskup getur færst um ótakmarkaðan fjölda auðra reita á ská (fjórar áttir).
Vegna þess að biskupinn getur ekki fært sig beint til hliðar, fram eða aftur, getur hann einungis komist á helming reitanna á borðinu.
 
==== Hrókur ====
 
Hrókur getur færst um ótakmarkaðan fjölda auðra reita beint áfram, aftur á bak, eða til hliðar.
 
==== Peð ====
 
Peð getur aðeins færst um einn reit í senn beint áfram. Það getur ekki bakkað.
Tvær aðrar reglur takmarka það hvernig setja má peð inn á borðið (sjá nánar að neðan).
 
=== Stöðuhækkun ===
[[Mynd:Shogi promotion.png|right|thumb|300px|Hér eru taflmennirnir sýndir í upphafsstöðu, nema hvað taflmenn svarts hafa hlotið stöðuhækkun.]]
 
Stöðuhækkun taflmanns varir allt þar til andstæðingurinn tekur hann. Þá hverfur taflmaðurinn aftur til fyrra horfs og ef honum er sleppt inn á borðið aftur helst staða hans óhækkuð, jafnvel þótt honum sé sleppt innan stöðuhækkunarsvæðisins.
 
=== Taflmönnum sleppt inn á borðið á ný ===
 
Taflmenn í shōgi eru ''teknir'' eða handsamaðir fremur en drepnir. Sá sem tekur taflmann hefur hann á hendi, og getur ''sleppt'' þeim aftur inn á borðið. Þegar hann á leik, velur hann annaðhvort að færa taflmann sem þegar er á borðinu, eða að nota leikinn til að sleppa inn á borðið taflmanni sem hann tók í fyrri leik. Sleppa má taflmönnum á hvaða auða reit á borðinu sem er, og ræður þá sá sem sleppti þeim yfir þeim. Taflmennirnir eru alltaf óuppfærðir þegar þeir eru hafðir á hendi og hækka ekki í tign þegar þeim er sleppt inn á aftur. Til að geta hækkað þá í tign verður að færa þá í annað sinn eins og lýst er í kaflanum um stöðhækkun hér að ofan.
Algengt er að leikmenn skiptist á biskupum, en þeir snúa hver að öðrum á ská yfir borðið. Þannig fá báðir leikmenn biskup í hönd og geta sleppt honum inn seinna. Þetta er, eins og gefur að skilja, betra fyrir þann leikmann sem hefur betri vörn.
 
=== Skák og mát ===
 
Þegar leikmaður færir einn manna sinna þannig að kóngi andstæðingsins gæti verið náð í næsta leik er það kallað að ''skáka'' kónginum. Þá er sagt að kóngurinn standi í ''skák''. Ef kóngur leikmanns stendur í skák og engin leið er að koma honum úr henni kallast skákin ''mát'', og andstæðingurinn hefur þá unnið.
Til að segja „skák!“ á japönsku segir maður ''„ōte!“'' (王手). Þess er þó ekki krafist, og ef andstæðingurinn tekur ekki eftir skákinni og kemur sér ekki úr henni þótt hann geti það, má taka kóng hans í næsta leik og vinna þannig. Skák og mát er kallað ''tsume'' (詰め) eða ''ōtedzume'' (王手詰め).
 
=== Leikslok ===
 
Leikmaður sem nær kóngi andstæðingsins vinnur skákina. Í raun gerist þetta afar sjaldan, þar sem leikmenn segja leiknum oftast lokið þegar ljóst er að þeim er ómögulegt að vinna hann (eins og í evrópskri skák).
Á áhugamannamótum eru jafnteflisleikir oft taldir sem slíkir í heildarstigagjöfinni, en í atvinnumannamótum kveða reglur yfirleitt á um að slíkir leikir skuli tefldir aftur til að skera úr um sigurvegarann. Þá er liðunum víxlað, þ.e. sá sem var svartur áður leikur nú hvítan, og öfugt, og leikmönnum er gjarnan gefinn minni tími á skákklukkunni.
 
== Forgjafir ==
 
Þegar misgóðir leikmenn tefla eru oft gefnar forgjafir. Þá er sterkari leikmaðurinn hvítur, en einn eða fleiri taflmanna hans eru fjarlægðir áður en leikurinn hefst, og hvítur fær að byrja. Þeir taflmenn sem voru fjarlægðir eiga nú engan hlut að taflinu lengur, og ekki má sleppa þeim inn á borðið.
Einstaka sinnum eru aðrar forgjafir gefnar. Til eru nokkur kerfi til að ákvarða forgjöf út frá stöðumun.
 
== Að skrifa upp leiki ==
 
Sú aðferð sem notuð er til að skrifa upp shōgileiki á vesturlöndum var búin til af George Hodges árið [[1976]]. Henni svipar til þeirrar aðferðar sem notuð er til að skrifa upp leiki í evrópskri skák, en þó ekki nákvæmlega eins.
Í leikjum þar sem gefin er forgjöf á hvítur leik fyrst, en þá kemur '''…''' í stað leiks nr. 1 hjá svörtum.
 
== Shōgiafbrigði ==
''Aðalgrein: [[Shōgiafbrigði]].''
 
Til eru mörg afbrigði shōgi, ýmist stærri eða minni, allt frá 4×5 reitum upp í 36×36. Þar ber helst að nefna [[chū shōgi]] (12×12) og [[dai shōgi]] (15×15), sem eru stærri „alvöruútgáfur“ leiksins, en einnig eru til útgáfur með sérstök þemu t.d. [[wa shōgi]] (11×11), þar sem allir taflmenn heita eftir einhverjum dýrum, og [[tori shōgi]] (7×7), þar sem allir taflmennirnir heita eftir fuglum.
 
== Shōgi á Íslandi ==
 
Shōgi er rétt að byrja að ryðja sér til rúms á Íslandi. Reglur leiksins komu út á íslensku fyrst (svo vitað sé) árið [[1985]] í bókinni ''Spil og leikir um víða veröld'', sem gefin var út af Almenna bókafélaginu. Nú stendur japanska sendiráðið á Íslandi fyrir kennslu í shōgi, og fer hún fram 1. og 3. miðvikudagskvöld hvers mánaðar milli kl. 17 og 19 í sendiráðinu sjálfu að Laugavegi 182.
 
== Shōgibækur á ensku ==
 
*''Shogi for Beginners'' (1984) eftir John Fairbairn
*''Habu's Words'' (2000) eftir Habu Yoshiharu, þýtt af Takahashi Yamato og Tony Hosking
 
== Tengt efni ==
* [[Shōgiafbrigði]]
* [[Chū shōgi]]
 
== Heimildir ==
{{wpheimild | tungumál = en | titill = Shogi | mánuðurskoðað = 21. október | árskoðað = 2005}}
 
== Tenglar ==
{{commonscat|Shogi}}
* [http://www.shogi.net/shogi.html Shogi Net]
[[Flokkur:Shōgi| ]]
 
[[af:Shogi]]
[[ar:شوغي]]
[[ca:Shogi]]
58.369

breytingar