„John Searle“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ar:جون سورل
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
 
Svo dæmi sé tekið getum við ímyndað okkur tvo skákmenn sem etja kappi á skákborðinu, en þeir eiga sameiginlegar ýmsar bakgrunnsályktanir: að þeir muni skiptast á að leika, að enginn annar muni skipta sér af, að þeir fari báðir eftir sömu reglunum, að brunabjallan muni ekki hringja, að skákborðið muni ekki skyndilega gufa upp, að mótherjinn muni ekki skyndilega breytast í greipaldin og þar fram eftir götunum. Flest af þessu hvarflar ekki að þeim og því heldur Searle<ref>Searle, ''The Rediscovery of the Mind'' (1992): 185.</ref> að bakgrunnurinn hljóti að vera ómeðvitaður þótt beina megi athyglinni að ákveðnum atriðum (til dæmis ef brunabjallan fer í gagn).
 
== Meðvitund ==
Searle setti fram hugspekikenningu sína í bókinni ''The rediscovery of the Mind'' (1992) á grunni kenningar sinnar um íbyggni. Hann heldur því fram að frá því að [[Atferlishyggja#Atferlishyggja í hugspeki|atferlishyggjan]] kom fyrst fram — hún var áhrifamikil innan vísindanna framan af en síðar leyst af hólmi af öðrum kenningum sem Searle hafnar einnig — hafi heimspekin gjarnan reynt árangurslaust að hafna tilvist [[meðvitund]]arinnar. Í ''Intentionality'' gerir hann grín að nokkrum kenningum um meðvitundina með því að skipta út hugtakinu „meðvitund“ í greinargerð þeirra og setja í staðinn hugtakið „hönd“:
 
:Engum dytti til að mynda í hug að segja: „Að hafa hönd er bara að hafa tilhneigingu til að hegða sér á ákveðinn hátt til dæmis að grípa í eitthvað“ (atferlishyggja um hendur); eða „Skilgreina má hendur algerlega út frá orsökum þeirra og afleiðingum“ (verkhyggja um hendur); eða „Það að kerfi hafi hönd er einfaldlega fólgið í því að vera í ákveðnu tölvunarlegu ástandi með rétt inntak og úttak“ (Turing-vélarverkhyggja um hendur); eða „Að segja að kerfi hafi hendur er bara ákveðin afstaða til kerfisins“ (afstöðuhyggja um hendur). (bls. 263)
 
Searle leiðir rök að því að heimspekin hafi verið föst í svart-hvítri skekkju: að annars vegar sé heimurinn gerður úr engu nema hlutlægum eindum í orkusviði en að engu að síður sé meðvitundin klárlega huglæg fyrstu-persónu upplifun. Tvíhyggjumenn hafna fyrri fullyrðingunni en eðlisfræðiþekking okkar gerir að verkum að kenningar þeirra virðast æ ósennilegri svo að heimspekin, frá og með atferlishyggjunni, hefur hafnað seinni fullyrðingunni. En að hafna seinni fullyrðingunni hefur getið af sér endalaus vandræði og þar með til endalausrar endurskoðunar á atferlishyggjunni (og verkhyggjan er það afbrigði sem nú er í tísku).
 
Searle segir einfaldlega að báðar fullyrðingarnar séu sannar: meðvitundin er raunveruleg huglæg upplifun en er afleiðing efnislegra ferla í heilanum. (Hann leggur til að þessi kenning kallist líffræðileg náttúruhyggja.)
 
== Helstu ritverk ==