Munur á milli breytinga „Fornaldarheimspeki“

ekkert breytingarágrip
<onlyinclude>'''Fornaldarheimspeki''' vísar venjulega til [[heimspeki]] vestrænnar [[Fornöld|fornaldar]], einkum [[Grísk heimspeki|grískrar heimspeki]] tímabilsins en einnig rómverskrar. Fornaldarheimspeki er venjulega skipt í þrjú tímabil: [[Forverar Sókratesar|forvera Sókratesar]], klassíska heimspeki og [[Hellenísk heimspeki|helleníska heimspeki]]. Einnig er oft talað um [[Rómversk heimspeki|rómverska heimspeki]] sem sérstakt tímabil þótt rómversk heimspeki sé í raun vart annað en áframhald hellenískrar heimspeki innan [[Rómaveldi]]s. Þá er tíminn frá [[3. öld]] stundum nefndur [[síðfornöld]] og heimspeki þess tíma [[heimspeki síðfornaldar]].</onlyinclude>
 
== Forverar Sókratesar ==
{{Aðalgrein|Forverar Sókratesar}}
 
Um miðja 5. öld f.o.t. varð til stétt svonefndra fræðara eða sófista en þeir voru fræðimenn og kennarar ferðuðust milli borga og kenndu hvers kyns fræði og vísindi gegn greiðslu. Þessi tími hefur verið nefndur upplýsingartíminn í sögu Grikklands. Margir fræðaranna fengust við heimspeki en merkastir þeirra voru [[Prótagóras]], [[Pródíkos]], [[Hippías]] og [[Þrasýmakkos]].
 
== Klassísk heimspeki ==
{{Aðalgrein|Klassísk heimspeki}}
[[Mynd:Sanzio_01_Plato_Aristotle.jpg|thumb|130px|right|[[Skólinn í Aþenu]] eftir [[Rafael (listamaður)|Rafael]]: [[Platon]] og [[Aristóteles]]]]
Mestar heimildir eru frá klassíska tímabilinu en mikilvægustu heimspekingar tímabilsins voru [[Sókrates]], [[Platon]] og [[Aristóteles]]. Þeir síðastnefndu eru meðal áhrifamestu heimspekingum sögunnar og er þeir hugsuðir sem hvað mest hafa mótað heimspekina og viðfangsefni hennar.
 
=== Sókrates ===
[[Mynd:Socrates_Louvre.jpg|thumb|110px|left|[[Sókrates]] (469-399 f.o.t.)]]
[[Sókrates]] (469-399 f.o.t.), sem skildi ekki eftir sig nein rit, bjó í [[Aþena|Aþenu]] þar sem hann stundaði heimspekina einkum á götum úti í samræðum við aðra menn. Honum var oft ruglað saman við [[Sófistar|fræðarana]] eða sófistana svonefndu en taldi sig ekki tilheyra þeim hópi, neitaði því alfarið að hann væri kennari og þáði aldrei borgun fyrir samræður sínar. Hann aflaði sér óvinsælda í Aþenu og var á endanum ákærður fyrir guðlast og að spilla æskulýðnum. Hann var úrskurðaður sekur og dæmdur til dauða árið 399 f.o.t. Sókrates neitaði að flýja úr fangelsi og kaus fremur að hlýða dóminum. Hann drakk eitur, að skipan dómsins og lést, þá sjötugur að aldri. Heimspeki Sókratesar er einkum þekkt úr ritum lærisveina hans, aðallega Platons en einnig [[Xenofon]]s.
Sagt er að Sókrates hafi fyrstur fengist við siðfræði en þó virðist Demókrítos (sem var samtímamaður Sókratesar) einnig hafa gert það. Í ritum Platons er persónan Sókrates svo látinn halda fram ýmsu öðru en því sem talið er að hinn sögulegi Sókrates hafi haldið fram og veldur það erfiðleikum að segja með vissu hvaða skoðanir hinn raunverulegi Sókrates hafði. Einkum virðist mega eigna honum tvennt. Annars vegar að enginn sé vísvitandi illur; hins vegar að [[dygð]] sé [[þekking]].
 
=== Platon ===
[[Platon]] var lærisveinn Sókratesar. Hann fékkst við nánast öll svið heimspekinnar en frægust kenninga hans er sennilega [[frummyndakenning]]in. Platon taldi að efnisheimurinn væri hverful og léleg eftirlíking af fullkomnum heimi óhlutbundinna frummynda. Raunveruleg þekking hlyti að vera þekking á frummyndunum.<!--
 
-->
 
=== Aristóteles ===
[[Mynd:Aristoteles Louvre.jpg|thumb|130px|right|[[Aristóteles]] (384-322 f.o.t.)]]
[[Aristóteles]] var nemandi Platons. Hann fékkst við svo að segja öll svið heimspekinnar og er heimspeki hans afar kerfisbundin. Aristóteles fékkst einnig við vísindi og stundaði meðal annars rannsóknir í [[líffræði]], [[líffærafræði]], [[dýrafræði]], [[veðurfræði]], [[stjörnufræði]], [[sálfræði]], [[hagfræði]] og [[stjórnmálafræði]]. Hann fann upp [[rökfræði]] sem fræðigrein. [[Siðfræði]] Aristótelesar hefur verið endurlífguð á [[20. öld]] og haldið á lofti af [[G.E.M. Anscombe]] og [[Philippa Foot|Philippu Foot]].
 
=== Aðrir heimspekingar á klassískum tíma ===
==== Hundingjar ====
[[Mynd:Gerome_-_Diogenes.jpg|thumb|left|250px|Heimspeki sem lífsmáti: [[Díogenes hundingi|Díogenes]] í tunnu – Málverk eftir [[J.L. Gerome]] (1860)]]
[[Hundingjar]] sóttu innblástur sinn til [[Sókrates]]ar en upphafsmaður hundingjastefnunnar var heimspekingurinn [[Antisþenes]] (444-365 f.o.t.) sem verið hafði vinur og nemandi Sókratesar. Stefnan fól í sér róttæka höfnun á félagslegum gildum og meinlætalíf. Hundingjar gerðu oft sitt ítrasta til að hneyksla fólk og stunduðu m.a.meðal annars [[sjálfsfróun]] á almannafæri. Þeir hvöttu fólk til að láta laust hið dýrslega í sér. Frægastur hundingjanna er sennilega [[Díogenes hundingi]] sem bjó í tunnu. Meðal annarra hundingja voru [[Krates]], [[Demetríos]] og [[Demonax]].
 
Hundingjar höfðu mikil áhrif á [[Zenon frá Kítíon]], upphafsmanns [[stóuspeki]]nnar og aðra stóumenn, svo sem [[Epiktetos]].
 
==== Kýreningar ====
Kýreningar voru róttækir [[nautnahyggja|nautnahyggjumenn]]. Stefnan er nefnd eftir fæðingarstað [[Aristippos frá Kýrenu|Aristipposar]] (435-366 f.o.t.), upphafsmanns hennar, en hann fæddist í borginni [[Kýrena|Kýrenu]] í Norður-[[Afríka|Afríku]] (þar sem [[Lýbía]] er nú). Aristippos hafði einnig verið fylgismaður Sókratesar en heimspeki hans var afar frábrugðin heimspeki Sókratesar og annarra nemenda hans. Kýreningar töldu að [[ánægja]] væri æðst gæða og lögðu áherslu á líkamlega ánægju umfram andlega ánægju sem hlýst t.d.til dæmis af ástundum lista eða ræktun [[Vinátta|vináttu]]. Þeir höfnuðu einnig að skynsamlegt væri að fresta eða takmarka eftirsókn eftir líkamlegri ánægju á líðandi stundu vegna langtímasjónarmiða.
 
Kýreningar töldu að mannlegri [[þekking]]u væru þröngar skorður settar. Þeir töldu að einungis væri hægt að þekkja eigin upplifanir hverju sinni, t.d.til dæmis að á ákveðnu augnabliki fyndi maður sætt bragð, en að ekkert væri hægt að vita um [[Orsök|orsakir]] þess sem maður skynjar, t.d.til dæmis að hunang sé sætt á bragðið.
 
== Hellenísk heimspeki ==
{{Aðalgrein|Hellenísk heimspeki}}
 
Á hellenískum tíma blómstruðu einkum þrír skólar: [[epikúrismi]], [[stóuspeki]] og [[efahyggja]].
 
=== Epikúrismi ===
{{Aðalgrein|Epikúrismi}}
Epikúrisminn var heimspeki [[Epikúros]]ar en Epikúros var undir miklum áhrifum frá Demókrítosi. Epikúros hélt fram rammri [[Efnishyggja|efnishyggju]] og varði [[Eindahyggja|eindahyggjuna]] (atómismann) sem [[Levkippos]] og Demókrítos höfðu fyrstir sett fram. Hann hélt því einnig fram að ánægjan væri hin æðstu gæði en Epikúros taldi að andleg ánægja væri æðri líkamlegri ánægju og að í öllu skyldi gæta hófs.
 
=== Stóuspeki ===
{{Aðalgrein|Stóuspeki}}
 
Upphafsmaður stóuspekinnar var Zenon frá Kítíon en Krýsippos var annar mikilvægur málsvari hennar. Stóumenn voru efnishyggjumenn en þó ekki eins afdráttalausir og epikúringar. Þeir kenndu að lífinu skyldi lifað í samræmi við náttúruna og örlögin. Stóumenn voru að vissu leyti algyðistrúar og töldu að heimurinn allur væri guðlegur, hann væri gegnsýrður af skynseminni, ''logos'', en það hugtak fengu þeir frá [[Herakleitos]]i. Þeir kenndu að [[dygð]]in væru einu gæðin og að [[löstur]] væri eina bölið, allt annað væri hlutlaust og hvorki bætti við eða drægi úr hamingju manns. Þetta viðhorf mildaðist er fram liðu stundir, m.a.meðal annars hjá [[Panætíos]]i og [[Póseidóníos]]i sem blönduðu stóuspekinni áhrif frá Platoni. Stóuspekin var gríðarlega vinsæl í [[Rómaveldi]] og hafði mikil áhrif á menn eins og [[Cíceró]] og [[Seneca yngri|Seneca]] og [[Markús Árelíus]] voru stóískir heimspekingar. Á [[nýöld]] hafði stóuspekin talsverð áhrif á [[Baruch Spinoza]].
 
=== Efahyggja ===
{{Aðalgrein|Efahyggja}}
Efahyggjan átti sér tvær rætur. Annars vegar voru upphafsmenn hennar þeir [[Arkesilás]] og [[Karneades]] sem voru ''akademískir heimspekingar'', þ.e. þeir tilheyrðu Akademíunni, sem var skóli sem Platon stofnaði í [[Aþenu]] um 385 f.o.t. Á 3. öld f.o.t. voru akademískir heimspekingar farnir að túlka samræður Platons sem efahyggjurit og töldu að Sókrates hefði verið efahyggjumaður. Þessir efahyggjumenn (sem nefndust ekki efahyggjumenn á sínum tíma, heldur akademískir heimspekingar) áttu fyrst og fremst í rökræðum við stóumenn og frá forsendum stóumanna leiddu þeir út að ekki væri hægt að vita neitt; sjálfir tóku þeir ekki undir forsendur stóumanna og héldu engu fram.
Hin rót efahyggjunnar er hjá [[Pyrrhon]]i frá Elís sem var sjálfur undir áhrifum frá Demókrítosi. Pyrrhon hélt því fram að það væri ekki hægt að vita neitt vegna þess að heimurinn væri óákvarðanlegur og ómælanlegur. Í stað þess að leita þekkingar ætti maður að sætta sig við að ekkert væri hægt að vita, losa sig við skoðanir sínar og því myndi fylgja sálarró. Strangt tekið er þetta viðhorf ekki efahyggja (sem ekki gæti fullyrt að ekkert væri hægt að vita) heldur ''neikvæð kenning um möguleikann á þekkingu''.
 
Heimspekingurinn [[Ænesidemos]], sem lítið er vitað um annað en að hann var akademískur heimspekingur á 1. öld f.o.t., sagði skilið við akademíuna (sem var farin að mildast í efahyggjunni á hans tíma) og sameinaði áhrif frá eldri akademískum heimspekingum (Arkesilási og Karneadesi) við heimspeki Pyrrhons, sem hann sagði að væri ''raunverulegur'' efahyggjumaður. Þessi efahyggja heitir [[pyrrhonismi]] í höfuðið á Pyrrhoni og er varðveitt í ritum [[Sextos Empeirikos|Sextosar Empeirikosar]]. Þar koma saman efahyggja Arkesilásar og Karneadesar og hugmynd Pyrrhons um sálarró. Þessi heimspeki hafði sáralítil áhrif í fornöld en gríðarleg áhrif á nýöld, m.a.meðal annars á [[Michel de Montaigne]] sem síðan hafði áhrif á [[René Descartes]].
<!--
 
-->
 
== Heimspeki síðfornaldar ==
{{Aðalgrein|Heimspeki síðfornaldar}}
Á 3. öld fékk heimspeki Platons öflugan nýjan málsvara í [[Plótínos]]i. Þessi heimspeki er nú nefnd [[nýplatonismi]]. Nýplatonisminn hafði gífurleg áhrif á [[kristni]]na og kristna hugsuði.
<!--