„Harry Potter og viskusteinninn (kvikmynd)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
 
Warner Bros. keypti kvikmyndaréttinn á bókinni árið 1999. Framleiðsla hófst árið 2000, þegar Columbus var valin úr fáum leikstjórum. Rowling krafðist þess að allt leikaraliðið væri [[Bretland|breskt]] eða [[Írland|írskt]], til þess að þjóðernið væri það sama í myndinni og í bókinni. Rowling samþykkti einnig handritið sem skrifað var af Steve Kloves. Myndin er að hluta til tekin í upptökustúdiói Leavsden en einnig á sögufrægum stöðum í landinu. Myndin kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum í nóvember árið 2001. Fyrir utan frábæra dóma skilaði myndin 976 milljóna dala hagnaði um allan heim og var tilnefnd til þriggja verðlauna. Önnur, þriðja, fjórða, fimmta og sjötta bókin hafa einnig verið kvikmyndaðar en það verða tvær myndir gerðar eftir sjöundu bókinni og er áætlað að þær komi út árið 2010.
 
==Söguþráður==
[[Harry Potter]] er nokkuð eðlilegur ellefu ára strákur, sem býr hjá leiðinlegum ættingjum sínum, Dursley-fjölskyldunni. Á ellefu ára afmælisdaginn, kemst Harry að því hjá ókunnugum manni, Rubeus Hagrid, að hann er galdramaður, og er frægur í galdraheiminum fyrir að hafa lifað af drápsbölvun hins illa Voldemorts þegar Harry var aðeins eins árs. Voldemort drap foreldra Harrys, en morð Harrys misheppnaðist og varð aðeins ör eins og elding í laginu eftir á enni Harrys. Harry er síðan boðið að hefja nám í Hogwartsskóla.
 
Harry kemst frá frænda sínum og frænku og byrjar í Hogwartsskóla og lærir galdra og eignast nýja vini, en líka óvini á meðal nemenda og starfsmanna. Voldemort hafði næstum dáið og hefur verið í felum í tíu ár, en planar að koma aftur sem hinn Myrki Herra og ráða ríkjum eins og hann gerði eitt sinn, í gegnum viskusteininn, sem hlýðir aðeins eiganda sínum. Harry og vinir hans, Hermione Granger og Ron Weasley komast að ráðabruggi Vodlemorts og reyna að stela steininum sem er geymdur í vel vörðum neðanjarðarklefa í Hogwarts.
 
==Persónur og Leikendur==
Rowling krafðist þess persónulega að leikararnir væru allir Breskir. Susie Figgis var ráðin til að finna leikara í hlutverkin. Opnar áheyrnarprufur voru haldnar fyrir þrjú aðalhlutverkin og máttu aðeins bresk börn taka þátt. Áheyrnarprufurnar voru í þremur liðum, og átti sá sem var í prufunni að lesa blaðsíðu úr Harry Potter og viskusteininum, og ef hann væri kallaður aftur, átti hann að spinna upp atriðið þar sem nemendurnir koma í Hogwarts og var þeim gefnar nokkrar blaðsíður úr handritinu og áttu að lesa þær fyrir framan leikstjórann. 11.júlí árið 2000 hætti Figgis starfi sínu og kvartaði yfir því að Columbus hafi ekki fundist þúsundir barna sem komu í áheyrnarprufur þess verðug að leika í myndinni. 8.ágúst árið 2000 völdu framleiðendurnir hinn óþekkta [[Daniel Radcliffe]] og nýliðana [[Emma Watson|Emmu Watson]] og [[Rupert Grint]], úr þúsundum barna til þess að leika hlutverk Harrys, Hermione og Rons.