„Vísindaleg aðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m réttritun!
Oddurv (spjall | framlög)
Þessa fullyrðingu þarf að styðja með vísun í heimild!
Lína 4:
Þótt orðið gefi til kynna að um sé að ræða eina tiltekna aðferð sem vísindamenn nota við störf sín, er hin vísindalega aðferð þó mun víðtækari en svo. Í raun er um að ræða ákveðið viðhorf eða hugmyndafræði um það hvers kyns aðferðir eru líklegar til að bæta við vísindalega þekkingu. Sem dæmi má nefna að í rannsóknum sem ætlað er að sannreyna tilteknar kenningar er notuð [[afleiðsla]], þar sem ákveðnar tilgátur (e. hypothesis) eru leiddar af kenningunum (e. theory), og tilraunir eða athuganir miðast við að athuga hvort þessar tilgátur séu í samræmi við niðurstöður athugananna. Vísindamenn þurfa einnig að smíða kenningar og er þá notuð [[útleiðsla]] til að leiða almennari kenningar af þeim niðurstöðum sem tilraunir hafa leitt í ljós. Þótt kenningasmíð og kenningaprófun séu mjög ólíkar í framkvæmd þá teljast þær báðar hluti af hinni vísindalegu aðferð, og styðja hvor við aðra.
 
Þeir eru til sem gagnrýna vísindalega aðferð á þeim grundvelli að hún þrengi sjónarhorn rannsakenda og komi í veg fyrir að þeir uppgötvi hluti sem kenningar þeirra spá fyrir um. Er þá gjarna bent á að ýmsar mikilvægar uppgötvanir má rekja til slembilukku, svo sem þegar [[Wilhelm Conrad Röntgen]] tók eftir því að ljósmyndafilma tók lit í lokuðum kassa og uppgötvaði í kjölfarið [[röntgengeislar|röntgengeislana]], eða þegar [[Louis Pasteur]] sprautaði kjúklinga með [[gerill|gerilsýnum]] sem höfðu skemmst fyrir slysni og uppgötvaði í kjölfarið [[bólusetning]]u {{heimild vantar}}. En slík slembilukka er þó það algeng í vísindarannsóknum að margir telja að ekki sé um tilviljun að ræða. Vísindaleg aðferð byggir nefnilega á því að kanna nákvæmar og nákvæmar þær kenningar sem fyrir liggja, og gjarna undir óvenjulegri og óvenjulegri kringumstæðum. Með því að reyna á þanþol kenninga hefur vísindaleg aðferð reynst einstaklega vel við að leiða í ljós þær kringumstæður þar sem þær bregðast, og þannig varpa ljósi á áður óútskýrð fyrirbrigði.
 
[[Flokkur:Vísindaleg aðferð]]