Munur á milli breytinga „Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks“

 
=== Last og lof ===
Last og lof um viðkomandi einstakling skal birta ef það tengist markverðugleika viðkomandi og fyrir því liggja áreiðanlegar heimildir. Jafnframt skal tryggja það að efnið sé ritað á máta sem brýtur ekki hlutleysi þannig að efnið kaffæri ekki greinina og láti ekki líta svo út að greinin taki afstöðu til verka viðkomandi. Einkum skal varast það að gefa ekki óþarflega mikið pláss fyrir mismunandi sjónarhorn, sérstaklega ef um er að ræða minnihlutaskoðun sem er látin líta út fyrir að vera meirihlutaskoðun. Uppbygging greinar skal taka mark af því að vera hlutlaus, fyrirsagnir skulu vera um markverðugleika viðkomandi.
 
Efni skal tengja við ábyrgar heimildir og vera um viðkomandi einstakling. Varist að tilgreina sekt vegna tengsla. GáiðAthuga skal sérstaklega að því hvort hlutdrægt eða meiðandi efni hefur verið ritað um lifandi fólk. Ef svo virðist sem að hlutdrægt efni sé sett í grein skal krefjast heimilda og gæta þess að efnið tengist markverðugleika viðkomandi.
 
=== Flokkar ===