„Hólmgarður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Cathedral of St. Sophia, the Holy Wisdom of God in Novgorod, Russia.jpg|thumb|300px|Soffíukirkjan í Novgorod er bestvel varðveittavarðveitt kirkjankirkja frá 11. öld og fyrstahin elsta sem sýnir upprunaleguupprunaleg einkenni rússneskrar byggingarlistar.]]
'''Hólmgarður''', '''Novgorod''' eða '''Velikij Novgorod''' – ([[rússneska]]: Великий Новгород; á íslensku: ''Mikla Novgorod'' eða ''Mikla Nýborg'') – er hinn forni höfuðstaður [[Garðaríki]]s og með merkustu sögustöðum [[Rússland]]s. Borgin liggurer á leiðinni milli [[Moskva|Moskvu]] og [[Pétursborg|St. Pétursborgar]] og er er 180 km suðaustur af St. Pétursborg við ána [[Volkhov]] sem rennur úr vatninu [[Ilmen]]. Í borginni búa nú 240 þúsund manns og er hún stjórnarsetur fyrir Novgorod svæðið. Loftslag er þurrt og er meðalhiti um sumarið +25°C og á veturna -10–10°C. Fornminjar í Novgorod voru árið 1992 settar á [[Heimsminjaskrá UNESCO]].
 
== Hólmgarður (gamli bærinn) ==
''Hólmgarður'' (gamli bærinn) var um 2 km sunnan við Novgorod, á austurbakka Volkhov-árinnar, þar sem hún rennur úr Ilmen-vatni. Bærinn stóð á dálítilli hæð, en í kring var votlendi sem fór í kaf í vatnavöxtum, og var þá eins og bærinn stæði á hólma. Á síðari öldum var staðurinn kallaður '''Gorodisjtj''', sem merkir ''Gamli bærinn'', eða ''Gamla virkið''. Í byrjun 19. aldar fóru fræðimenn að kalla staðinn ''Rjurikovo Gorodisjtj'' eftir hinum norræna [[Rúrik (konungur í Garðaríki)|Rúrik]] (Hræreki) sem uppi var 830 – 879 en honum var boðið til bæjarins til að koma þar á friði. Hann settist að í bænum og gerði hann að höfuðstað sínum. Árið [[882]] vann eftirmaður Hræreks, [[Helgi frá Hólmgarði]], [[Kænugarður|Kænugarð]].
 
== Hólmgarður (nýi bærinn) – Novgorod ==
Um 950 fór að myndast umtalsvert þéttbýli 2 km norðan við Gamla bæinn, þar sem Novgorod er nú. Sá þéttbýliskjarni varð brátt mikilvægari í stjórnkerfi svæðisins. Árið 988 var kristin trú innleidd í Garðaríki, og áriðári síðar var fyrsta timburkirkjan í landinu byggð í Novgorod (Soffíu-kirkjanSoffíukirkjan), og stofnað biskupssetur. Skömmu eftir 1015 flutti stórfurstinn [[Jarisleifur hinn vitri]] aðsetur sitt frá Gamla bænum til Novgorod og var þar þá bæði miðstöð kirkjulegs og veraldlegs valds á svæðinu. Árið 1044 var byrjað að byggja virki þar á staðnum, og varð þá Gamli bærinn smábær sem hafði ekki mikla þýðingu.
 
Hólmgarður var mikilvæg miðstöð í viðskiptaferðum [[Væringjar|Væringja]] milli landanna við [[Eystrasalt]] og [[Istanbúl|Miklagarðs]].
Lína 15:
Fornminjafundir benda til þess að ''Gorodisjtj'' geti verið frá miðri 9. öld. Um miðja 11. öld er Novgorod orðinn þróaður miðaldabær og stjórnarsetur. [[Rúrik-konungdæmið]] hélt velli í Rússlandi í meira en 750 ár.
 
[[Mynd:Nowgorod 2005 Millenium Monument.jpg|thumb|150px|ÞúsundáraMinnismerki minnismerkium fyrirþúsund Rússlandára sögu Rússlands, mótað eins og kirkjuklukka úr bronsi (1862).]]
 
<gallery>
Mynd:Varangian routes.png|VerslunarleiðVerslunarleiðir Væringja milli Uppsala og Miklagarðs.
Mynd:Early Rus.png|Borgir Væringja um miðja 10. öld (borgir með rauðu letri).
</gallery>
 
== Heimildir ==
* ''Vikingernes Rusland – Staraja Ladoga og Novgorod'', Roskilde 1993.
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Veliky Novgorod| mánuðurskoðað = 12. júlí | árskoðað = 2009}}
 
Lína 35:
 
{{Hnit dms|58|27|56|N|31|20|19|E|}}
 
{{stubbur|Sagnfræði}}
 
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
 
{{Tengill ÚG|no}}