„Einangrari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:CintaAislanteElectricaRojaUnion.jpg|thumb|250px|]]
'''Einangrari''' er efni sem leiðir treglega [[rafstraumur|rafstraum]]. Er notaður til að hindra [[skammhlaup]] og óæskilegan straum milli [[rafleiðari|rafleiðara]]. Fullkominn einangrari hefur [[óendanleiki|óendnlegt]] [[rafviðnám]], en öll efni verða rafleiðandi við nógu háa [[rafspenna|rafspennu]]. Einangrarar eru gerðir úr mismunandi efnum allt eftir því til hvers leiðarinn er ætlaður. Því þykkari sem einangrunin er, þeim mun hærri spennu þolir hann. Algengast er að einangrunin sé úr [[plast]]i en gallinn við plast er að það þolir ekki eins mikinn hita og mörg önnur efni. Ef leiðarinn er gerður til að þola mikinn [[hiti|hita]] getur einangrunin verið [[trefjagler]], [[asbest]] eða önnur hitaþolin efni. Gæta verður að þegar slíkir leiðarar eru afeinangraðir er rykið, eða það sem tekið er af, hættulegt öndunarfærunum. Ef leiðarinn á að vera sérstaklega lipur er hann fjölþættur og einangraður með [[gúmmí]]. Til að gera leiðara sveiganlegan er stundum ysta kápan úr [[bómull]] eða [[nælon]]i, til dæmis [[straujárn]]ssnúrur.