„Sjómannasamband Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sjómannasamband Íslands''' er landssamtök [[Ísland|íslenskra]] [[sjómaður|sjómanna]]. Félagið er aðili að Alþýðusambandi Íslands. Formaður er Sævar Gunnarsson og framkvæmdastjóri er Hólmgeir Jónsson. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna sjómanna og standa að gerð [[kjarasamningur|kjarasamninga]] við [[íslenska ríkið]].
 
Sjómannasamband Íslands var stofnað [[24. febrúar]] árið [[1957]]. Framhaldsstofnfundur var haldinn í október það sama ár, þar sem kosin var stjórn sambandsins. Svo litla trú hafði þáverandi forysta Alþýðusambands Íslands á tiltækinu, að hún sendi ekki færri en þrjú mótmælabréf gegn þessu til sjómannafélagana, þar sem forystumennirnir óttuðust mjög, að við þessa breytingu myndu sjómannafélögin ganga úr Alþýðusambandinu. Einn af stofnendum Sjómannasambandsins, sem síðan var kjörinn fyrsti formaður sambandsins, var fyrrum fyrsti erindreki og framkvæmdastjóri ASÍ, Jón Sigurðsson, sem allan sinn starfstíma hjá Alþýðusambandinu hafði unnið að því hörðum höndum að koma hverju nýstofnuðu verkalýðsfélagi þangað inn. Forysta ASÍ þekktuþekkti því þennan fyrrum starfsmann sinn ærið illa, ef þeir héldu, að hann myndi ekki gera gangskör að því, að Sjómannasambandið og aðildarfélög þess yrðu innan vébanda ASÍ, enda leið ekki langur tími, áður en hann sendi forystu ASÍ bréf þess efnis, að Sjómannasambandið æskti þess að vera aðili að ASÍ. Jón Sigurðsson gegndi formennsku í Sjómannasambandinu til 1976. Þá tók Óskar Vigfússon við, en Sævar tók við af honum.
 
Í dag eiga 23 sjómanna- og verkalýðsfélög aðild að sambandinu. Um áramótin 2007 sameinuðust Sjómannafélag Reykjavíkur og Matsveinafélag Íslands undir nafninu [[Sjómannafélag Íslands]] og sögðu sig úr Sjómannasambandinu.