Munur á milli breytinga „Kárahnjúkavirkjun“

m
robot Bæti við: gl:Encoro de kárahnjúkar Breyti: de:Kárahnjúkar-Kraftwerk; kosmetiske endringer
m (robot Bæti við: gl:Encoro de kárahnjúkar Breyti: de:Kárahnjúkar-Kraftwerk; kosmetiske endringer)
 
 
== Aðstæður og verklýsing ==
Jökulsá á Dal verður virkjuð með þremur stíflum og er ''Kárahnjúkastífla'' stærst þeirra (193 m há) við syðri enda Hafrahvammagljúfurs. Vestan Kárahnjúkastíflu er ''Sauðárdalsstífla'' (25 m) og austan megin er ''Desjarárstífla'' (60 m). Við þessar stíflur myndast [[Hálslón]], 57 [[Ferkílómetri|km²]] stórt miðlunarlón.
 
Vatninu úr Hálslóni og Ufsarlóni er svo veitt með sitthvorum jarðgöngunum sem sameinast undir miðri [[Fljótsdalsheiði]] í sameiginleg aðrennslisgöng (alls 40 km löng) að stöðvarhúsi virkjunarinnar sem verður grafið inn í Valþjófsstaðafjall í [[Fljótsdal]]. Úr stöðvarhúsinu verður vatninu svo veitt út í [[Lagarfljót]] sem rennur út í [[Héraðsflói|Héraðsflóa]].
 
== Undirbúningur ==
=== Hallormsstaðaryfirlýsingin ===
Dagana 28-29. júní [[1999]] hittust forsvarsmenn [[Norsk Hydro]], [[Landsvirkjun]]ar og íslenskra stjórnvalda við [[Hallormsstaður|Hallormsstaði]] og undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis að athuga skyldi hvort hagkvæmt væri að byggja álver í Reyðarfirði. Gengið var út frá því að ''Fljótsdalsvirkjun'' myndi sjá álverinu fyrir 210 MW af rafmagni og að það geti árlega framleitt 120 þúsund tonn af áli með möguleika á stækkun upp í 480 þúsund tonn. Eignarhaldsfélagið ''NORAL'' átti að stofna til þess að halda utan um rekstur álbræðslunnar og átti rekstur að hefjast fyrir lok 2003. Ekkert varð úr þessu þótt leyfi hefði fengist fyrir Fljótsdalsvirkjun vegna þess að aðilar sem að framkvæmdinni komu töldu þörf á stærri virkjun.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=177&ArtId=274|titill=Kárahnjúkar - Noral - Noral-yfirlýsing 29. júní 1999|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
=== Kárahnjúkavirkjun komin á dagskrá ===
Þann 24. maí [[2000]] var komið annað hljóð í strokkinn því nú átti að athuga hvort ekki væri hægt að reisa álver sem framleiddi „240 þúsund tonn á ári, og er gert ráð fyrir að hún verði síðar aukin í 360 þúsund tonn á ári“ og til þess þurfti stærri virkjun, Kárahnjúkavirkjun. Enn fremur var reiknað með því að framleiðsla gæti orðið allt af 480 þúsund tonn á ári og að framkvæmdum yrði lokið einhvern tímann á árinu 2006.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=177&ArtId=275|titill=Kárahnjúkar - Noral - Noral-yfirlýsing 24. maí 2000|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þann 20. apríl 2001 fékk Skipulagsstofnun afhenta matskýrslu frá Landsvirkjun og 4. maí 2001 var hún gerð aðgengileg almenningi. [[Skipulagsstofnun]] úrskurðaði 1. ágúst 2001 að leggjast gegn framkvæmdinni sökum umhverfisáhrifa. Þá ákvað Norsk Hydro að fresta um hálft ár, frá 1. febrúar 2002 og til 1. september 2002, ákvörðun um það hvort úr virkjuninni yrði.<ref>{{vefheimild|url=http://www.hydro.com/en/press_room/news/archive/2001_09/iceland_en.html|titill=Decision on Iceland aluminium plant postponed|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Þann 20. desember sama ár ákvað þáverandi umhverfisráðherra, [[Siv Friðleifsdóttir]], að fella úrskurðinn úr gildi með ákveðnum fyrirvörum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/sasn5vnfhz.html|titill=Mat á umhverfisáhrifum: Kárahnjúkavirkjun allt að 750 MW. Fyrri áfangi allt að 625 MW og síðari áfangi allt að 125 MW.|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.rettarheimild.is/Umhverfis/UrskurdirRaduneytisins/2001/01/01/nr/836|titill=Mál 01080004: Úrskurðir umhverfisráðuneytis < Umhverfisráðuneyti < rettarheimild.is|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
=== Skýrsla Gríms Björnssonar ===
Eftir að umhverfisráðherra hafði ógilt úrskurð Skipulagsstofnunar sendi Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur hjá [[Íslenskar orkurannsóknir|Íslenskum orkurannsóknum]], í febrúar 2002 athugasemdir sínar þar sem hann fann umhverfismatinu eitt og annað til foráttu. Skýrslan var þá merkt sem trúnaðarmál og kom hvorki þingmönnum né almenningi fyrir sjónir um sinn. Greinin var birt á heimasíðu hans 17. mars 2003.<ref>{{vefheimild|url=http://www.isor.is/~grb/karahnjukar.html|titill=Kárahnjúkavirkjun, sýnd veiði en ekki gefin|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Í henni kemur fram að landsig undan Hálsalóni gæti takmarkað miðlunargetu þess, að óöruggt væri að reisa svo stóra stíflu á eldvirku svæði og að áhrifin á lífríki hafsins í kring væru vanmetin. Í kjölfarið var honum meinað af yfirmönnum sínum um að tjá sig um virkjunina sökum hagsmunaárekstra þar sem [[Landsvirkjun]] og OR væru í beinni samkeppni.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1133279|titill=Segir engum upplýsingum um Kárahnjúkavirkjun hafa verið leynt|mánuðurskoðað=28. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.dofri.is/forsida/nr/284/|titill=Keflaðir vísindamenn|mánuðurskoðað=28. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Þá dró til tíðinda 24. ágúst 2006 þegar tilkynnt var um ákvörðun forstjóra [[Orkuveita Reykjavíkur|OR]] að leyfa honum á ný að tjá sig opinberlega um Kárahnjúkavirkjun.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1219992|titill=Starfsmanni OR leyft að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
=== ALCOA hleypur í skarðið ===
Þann [[23. mars]] [[2002]] tilkynnti Norsk Hydro að sökum yfirtöku á þýska álframleiðslufyrirtækinu ''VAW Aluminium AG'' hefði fyrirtækið í hyggju að fresta virkjunarframkvæmdum um ókominn tíma. Í fréttayfirlýsingu kom einnig fram að skilningur ríkti um að íslensk stjórnvöld og fjárfestar gætu leitað fjárfestingar til annarra fyrirtækja.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=177&ArtId=276|titill=Yfirlýsing frá Noral-hópnum 22. mars 2002|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.hydro.com/en/press_room/news/archive/2002_03/reydaral_en.html|titill=Hydro to review Iceland smelter|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þann 12. desember 2002 hófust sprengingar við jarðgöng stíflustæðisins, aðalverktaki var [[ÍAV]] og undirverktaki þeirra norsk-sænska fyrirtækið NCC, verkinu lauk í mars 2003.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=358&ArtId=548|titill=12.12.2002: Jarðgangagerð hafin við Kárahnjúka|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
=== Samningar í höfn ===
Landsvirkjun skrifaði undir rafmagnssamninga við Alcoa, sem getið var í síðustu viljayfirlýsingu, þann 10. janúar [[Helgi Hjörvar]] stjórnarmaður Landsvirkunar samþykkti ekki samninginn og lagði fram bókun þar sem fram kom að hann taldi framkvæmdina ekki nægilega arðbæra.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=359&ArtId=569|titill=10.1.2003: Landsvirkjun samþykkir samning við Alcoa|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Undir lok fagnaðarhaldanna vitnaði Valgerður Sverrisdóttir í ljóð Einars Benediktssonar:
 
<blockquote><small>„Of lengi í örbirgð stóð<br />
einangruð, stjórnlaus þjóð,<br />
kúguð og köld.<br />
Einokun opni hramm.<br />
Iðnaður, verslun fram!<br />
Fram! Temdu fossins gamm,<br />
framfara öld.“<ref name="fjardabyggd1" /></small></blockquote>
 
Þremur dögum seinna skrifuðu Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Gianni Porta, verkefnisstjóri hjá Impregilo undir formlega eftir útboðið á gerð stíflu og jarðganga í desember ríflega þremur mánuðum fyrr.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=359&ArtId=609|titill=18.3.2003: Samningar við Impregilo undirritaðir|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.lv.is/article.asp?catID=109&ArtId=411|titill=Landsvirkjun undirritar samninga við Impregilo|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Á næsta einu og hálfa árinu keypti Impregilo vinnu og þjónustu af íslenskum fyrirtækjum að andvirði 8,3 milljörðum kr.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=400&ArtId=1064|titill=10.2.2005: Átta milljarða króna viðskipti Impregilo við íslensk fyrirtæki|mánuðurskoðað=28. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
== Framkvæmdir ==
[[Mynd:Stíflustæði Kárahnjúkastíflu.jpg|thumb|375px|Kárahnjúkastífla í byggingu]]
Ljóst var frá byrjun að flytja þyrfti inn töluvert af erlendu vinnuafli á meðan á framkvæmdunum stæði. Sitt sýndist hverjum um hver langtímaáhrifin yrðu fyrir þjóðarbúskapinn. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gaf út skýrsluna „Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda 2003-2008.“ þar sem fram kom að eftirspurn eftir vinnuafli umfram innlendu framboði myndi sveiflast en ná allt að 2.500 störfum þegar mest læti.<ref>{{vefheimild|url=http://www.idnadarraduneyti.is/utgefid-efni/skyrslur/nr/549|titill=Forsíða > Útgefið efni > Skýrslur : Skýrslan Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda 2003-2008.|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
Haustið 2003 bættist hratt í fjölda manns við vinnu á svæðinu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=361&ArtId=669|titill=15.8.2003: 650 starfsmenn á virkjunarsvæðinu|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=363&ArtId=724|titill=30.10.2003: Um 900 manns við störf á virkjunarsvæðinu|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
=== Umfjöllun ===
Mikil umræða hefur verið um Kárahnjúkavirkjun. Segja sumir að þjóðin skiptist í tvær fylkingar, virkjunarsinna og virkjunarandstæðinga. Fjöldamörg bréf hafa verið skrifuð í blöðin, mótmæli skipulögð og ýmsir uppákomur haldnar af þeim sem vilja vekja athygli á því að önnur atvinnustefna sem valdi ekki skaða á náttúru landsins geti verið arðbær. Deilur hafa m.a. snúist um það hvort að raforkuverðið sé of lágt, hvort áhættumat fyrir Hálslón hafi verið nægilega vel unnið, hvort rétt hefði verið að halda [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] um ákvörðunina að ráðast í framkvæmdina o.fl.
 
Þann 29. nóvember birtist í breska dagblaðinu [[Guardian]] ítarleg grein eftir blaðakonuna Susan De Muth þar sem hún fjallaði um Kárahnjúkavirkjun og fór fögrum orðum um íslenska náttúru og gagnrýndi þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ráðast í þessa framkvæmd. Nánar tiltekið efaðist hún um hæfni þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra [[Valgerður Sverrisdóttir|Valgerðar Sverrisdóttur]] og umhverfisráðherra [[Siv Friðleifsdóttir|Sifjar Friðleifsdóttur]] þar sem þær hefðu ekki menntun á tengdum sviðum. Í grein sinni vitnaði hún m.a. í rithöfundinn [[Guðbergur Bergsson|Guðberg Bergsson]], ljóðskáldið [[Elísabet Jökulsdóttir|Elísabetu Jökulsdóttur]], Friðrik Sophusson, Guðmund Pál Ólafsson o.fl.<ref>{{vefheimild|url=http://www.guardian.co.uk/weekend/story/0,3605,1094541,00.html|titill=Power driven|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Viðbrögðin létu ekki á sér standa; Sverrir Gunnlaugsson, sendiherra í Englandi, skrifaði ritstjóra Guardian bréf þar sem hann undirstrikaði að lög um Kárahnjúkavirkjun hefðu verið samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta Alþingis og lýsti óánægju sinni með hlutdræg skrif umræddar blaðakonu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.lv.is/files/2003_12_8_SHG_Guardian_Letter.pdf|titill=Letter to the Editor|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Friðrik Sophusson skrifaði ritstjóranum einnig bréf þar sem hann gagnrýnindi sömuleiðis hlutdræg skrif og tilhæfulausar dylgjur um vanhæfni Valgerðar og Sifjar, sagði orkunýtingu íslenskra náttúruauðlinda vera ábyrga og sjálfbæra, bauð blaðinu aðstoð við samningu nýrrar, betur upplýstrar greinar<ref>{{vefheimild|url=http://www.lv.is/files/2003_12_8_FS_Bref_Guardian_031203.pdf|titill=Power Driven article on Iceland|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> og lét fylgja með samantekt [[Sigurðar St. Arnalds]] „Power and prejudice“.<ref>{{vefheimild|url=http://www.lv.is/files/2003_12_8_SA_reflections_Power_and_Prejudice.pdf|titill=Power and prejudice|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Að lokum barst ritstjóranum bréf frá Mike Baltzell, forstjóra þróunarsviðs Alcoa þar sem hann sagði umfjöllun Susans byggða á misskilningi, í greininni væru rangfærslur og að hún væri augljóslega hlutdræg.<ref>{{vefheimild|url=http://www.lv.is/files/2003_12_8_MB_Guardian_editor_Alcoa.pdf|titill=Mike Baltzell - Letter to the Editor|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
=== Framvinda á vinnusvæðinu ===
[[Mynd:Kárahnjúkacamps 02092006.jpg|thumb|Vinnubúðir á Kárahnjúkunum.]]
Banaslys varð 15. mars 2004 þegar grjóthnullungur féll á ungan mann sem var að undirbúa borun í berg. Ungi maðurinn var starfsmaður Arnarfells, undirverktaka Impregilo.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1076066|titill=Mbl.is - Frétt - Banaslys við Kárahnjúka|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1077768|titill=Mbl.is - Frétt - Bentu á grjóthrunshættu viku áður en banaslys varð í gljúfrinu|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
Þann 11. nóvember 2004 samdi Slippstöðin ehf. á Akureyri við þýska fyrirtækið ''DSB Stahlbau GmbH'' um að stálfóðra aðfallsgöngin í Valþjófsstaðarfjalli að stöðvarhúsinu. Þetta reyndist Slippstöðinni þó of umfangsmikið verkefni og varð fyrirtækið gjaldþrota tæpu ári seinna án þess að geta lokið verkinu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=392&ArtId=1017|titill=11.11.2004: Slippstöðin semur um að stálfóðra fallgöngin|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1159339|titill=Mbl.is - Frétt - Verktaki við Kárahnjúka segir upp samningi við Slippstöðina|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
=== Nýjar upplýsingar um jarðfræði virkjanasvæðisins ===
Í apríl 2005 bárust fréttir af því að vinnuhópur leiddur af Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðing hjá [[Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands]], á vegum Landsvirkjunar hefði komist að þeirri niðurstöðu að þungi fyllts Hálslóns gæti valdið misgengihreyfingum. Þá ákvað Landsvirkjun að ráðast í frekari varúðarráðstafanir sem kostuðu 100-150 milljónir kr. Mest hætta var talin stafa af kvikuhreyfingum við Kverkfjöll.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=401&ArtId=1092|titill=4.4.2005: Hönnunarforsendur endurmetnar, áhættumat endurskoðað|mánuðurskoðað=28. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1132625|titill=Jarðfræðileg vá meiri en talið var|mánuðurskoðað=28. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Þá urðu líflegar utandagskrárumræður á Alþingi vegna þessa.<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/altext/131/04/l14103129.sgml|titill=2005-04-14 10:31:29# 131. lþ.#F 111.#94. fundur. Umræður utan dagskrár (stíflustæðið við Kárahnjúka og nýtt áhættumat)., til 11:02:16|mánuðurskoðað=28. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Í ágúst 2006 var gefin út skýrsla um þá hugsanlegu áhættu sem því fylgdi að veita vatni á Hálslón. Í umræðu hafði verið Campos Novos-stíflan í [[Brasilía|Brasilíu]] þar sem stíflugöng gáfu sig í júní 2006 og vatnið úr lóninu flæddi burt.<ref>{{vefheimild|url=http://www.newscientisttech.com/article.ns?id=mg19125593.300&feedId=online-news_rss20|titill=Enormous new dam fails in Brazil|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref> Sagt var að Kárahnjúkarvirkjun væri sambærileg og að hætta væri á því þetta myndi endurtaka sig. Skýrsluna samdi nefnd sérfræðinga með Norðmanninn Kaare Hoegh og Brasilíumanninn Nelson Pinto, auk Sveinbjörns Björnssonar, eðlisfræðings innanborðs. Þeir áætluðu að vatnsleki yrði um 5 rúmmetrar á sekúndu en myndi minnka eftir því sem set þjappaðist saman í lóninu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=423&ArtId=1422|titill=22.8.2006: Kárahnjúkastífla öruggt mannvirki; byrjað að safna í Hálslón í september|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/files/2006_8_22_Lokagreinarg-virkjun2006.pdf|titill=Kárahnjúkavirkjun: Fylling í Hálslón: Rannsóknir á stíflustæði, hönnun og bygging stíflunnar|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref>
 
== Lok framkvæmda ==
[[Mynd:Karahnjukar hornst org.jpg|thumb|right|Ólafur Ragnar Grímsson kemur blýhólknum fyrir í hornsteininum]]
=== Hornsteinn lagður að stöðvarhúsi ===
Þann [[12. maí]] [[2006]] lagði [[Ólafur Ragnar Grímsson]], forseti Íslands, ásamt sex grunnskólabörnum, [[hornsteinn|hornstein]] við stöðvarhús Kárahnjúka. Með táknrænni athöfn komu þau blýhólki fyrir sem innihélt gögn um virkjunina sem skjöldur með nöfnum þeirra var lagður yfir. Stöðvarhúsi virkjunarinnar var gefið nafnið, Fljótdalsstöð við athöfn þar sem um 400 manns voru samankomin. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti ræðu og séra Lára Oddsdóttir á Valþjófsstað lagði blessun sína yfir stöðina.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=413&ArtId=1355|titill=11.5.2006: Fljótsdalsstöð skal hún heita|mánuðurskoðað=15. desember|árskoðað=2006}}</ref>
 
[[Mynd:Karahnjukar hornsteinn skjoldur.jpg|thumb|right|Skjöldurinn sem markar hornsteininn með nöfnum Ólafs Ragnars og skólabarnanna sex.]]
 
<blockquote><small>Auðnin er þögul og þegjandi tekur<br />
þrumunnar gný er loftin skekur<br />
en önnur sprenging sem yfir dynur<br />
opnar sár svo að jörðin stynur.<br /><br />
 
Enn er þó ekki búið að sökkva<br />
allífisbrekkum í vatnsins dökkva<br />
en dalagróðurinn dapur bíður<br />
því dauðastundin brátt að líður.<br /><br />
 
Svipmikil fjöll eru sveipuð skýjum<br />
en svara fáu spurningum nýjum<br />
um framtíðarjörð sem er fórnað til táls<br />
þess fólks er metur sitt land til áls.</small></blockquote>
 
=== Vatni safnað í Hálslón ===
[[28. september]] [[2006]] var lokað fyrir hjáveitugöng ''Kárahnjúkastíflu'' og þar með byrjað að safna vatni í [[Hálslón]]. Vinnu við stíflurnar sem mynda lónið er þó ekki lokið og mun halda áfram langt frameftir árinu 2007.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=423&ArtId=1456|titill=28.9.2006: Hálslón orðið að veruleika|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref> Vatnsmagn Hálslóns jókst jafnt og þétt og var lómið orðið rétt tæpir fjórir km² á aðeins nokkrum dögum.
 
 
== Myndasafn ==
=== 2003 ===
<gallery widths="90px" heights="60px" perrow="5">
Image:Karahnjukar-02.jpg
</gallery>
 
=== 2004 ===
<gallery widths="90px" heights="60px" perrow="5">
Image:Brú á Jöklu.jpg
</gallery>
 
=== 2005 ===
<gallery widths="90px" heights="60px" perrow="5">
Image:Karahnjukar-01.jpg
</gallery>
 
=== 2006 ===
<gallery widths="90px" heights="60px" perrow="5">
Image:Kringilsárkláfur 02092006.jpg
</gallery>
 
=== 2007 ===
<gallery widths="90px" heights="60px" perrow="5">
Image:KH2007-07-17-3423KDsouth.JPG
</gallery>
 
== Tengt efni ==
* [[Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð]]
* [[Langisjór]]
 
== Heimildir ==
<!--Þessi grein notast við Cite.php til þess að vísa í heimildir. Frekari upplýsingar um virkni Cite er að finna á eftirfarandi slóð http://meta.wikimedia.org/wiki/Cite/Cite.php -->
{{reflist|2}}
 
== Tenglar ==
{{commonscat|Kárahnjúkar|Kárahnjúkavirkjun}}
* [http://www.lv.is Heimasíða Landsvirkjunar]
[[Flokkur:Austurland]]
 
[[de:KárahnjúkavirkjunKárahnjúkar-Kraftwerk]]
[[en:Kárahnjúkar Hydropower Project]]
[[gl:Encoro de kárahnjúkar]]
[[nl:Kárahnjúkavirkjun]]
[[pt:Kárahnjúkavirkjun]]
58.068

breytingar