„Kollafjörður (Ströndum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Strandamyndir0049.JPG|thumb|right|[[Klakkur]] er áberandi [[fjall]] í botni Kollafjarðar. Bærinn á [[mynd]]inni heitir [[Undraland (sveitabær)|Undraland]].]]
'''Kollafjörður''' er stuttur [[fjörður]] á [[Strandir|Ströndum]]. [[Bóndi|Bændur]] þar lifa á [[sauðfjárrækt]]. [[Grunnskóli]] var rekinn á [[Broddanes|Broddanesi]] frá [[1978]] fram til [[ár]]sins [[2004]], en hætti þá um [[haust]]ið og skólabörnum er ekið til [[Hólmavík|Hólmavíkur]]. Skólabyggingin hefur verið nýtt fyrir [[svefnpokagisting]]u yfir [[sumar]]tímann, en því hefur nú verið hætt haustið 2005. Hún er teiknuð af dr. [[Maggi Jónsson|Magga Jónssyni]] [[arkitekt]].
 
Næsti fjörður norðan við Kollafjörð er [[Steingrímsfjörður]] og næsti fjörður sunnan við er [[Bitrufjörður]]. Úr botni Kollafjarðar liggur [[Þjóðvegir_á_Ströndum|vegur nr. 69]] yfir í [[Gilsfjörður|Gilsfjörð]] um [[Steinadalsheiði]].
 
Utarlega í Kollafirði norðanverðum standa tveir steindrangar í fjöruborðinu, í Drangavík. [[Þjóðsaga|Sagan]] segir að það séu [[tröll]] sem dagaði þar uppi eftir að hafa gert tilraun til að skilja [[Vestfirðir|Vestfirði]] frá [[Meginland|meginlandinu]] og kjálkann ætluðu þau að hafa fyrir tröllaríki. Stærri drangurinn er kerlingin og sá minni er karlinn. Þriðja tröllið sem tók þátt í þessari vinnu er drangurinn sem [[Drangsnes]] er kennt við.
 
Á [[Kollafjarðarnes|Kollafjarðarnesi]] er [[kirkjur|kirkja]], byggð úr [[steinsteypa|steinsteypu]] [[ár]]ið [[1909]]. Það er elsta steinsteypta [[hús]] á Ströndum. Kollafjarðarnes er nú í eyði. Á sveitabænum [[Fell í Kollafirði|Felli]] er rekin sumardvöl fyrir fötluð börn.
Lína 22:
* [[Kollafjarðarnes]], ''eyðibýli, uppistandandi hús, kirkjustaður''
* [[Hvalsá]], ''frístundadvalarstaður''
 
Tvær síðastnefndu jarðirnar, yst við norðanverðan Kollafjörð, tilheyra Hólmavíkurhreppi, en hinar tilheyra Broddaneshreppi.
 
[[Flokkur:Strandir]]