„Jón Múli Árnason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ragnheiður
laga tengil
Lína 2:
'''Jón Múli Árnason''' ([[31. mars]] [[1921]] – [[2002]]) var útvarpsmaður hjá [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpinu]] í áratugi og sem slíkur ein þekktasta „útvarpsrödd“ síns tíma. Jón Múli varð stúdent frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1940]] og stundaði nám við heimspekideild og læknadeild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1941 til 1942. Hann lagði stund á nám í hljómfræði og [[trompet]]leik við [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólann í Reykjavík]] 1945 til 1946 og einnig söngnám á árunum 1951 og 1952. Jón Múli starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1985. Hann var þar fréttamaður, þulur, fulltrúi í tónlistardeild og leiklistardeild, auk þess sem hann sá um dagskrárgerð. Hann var ekki síst þekktur fyrir kynningar sínar á [[djass]]tónlist í útvarpinu. Jón Múli var einn af stofnendum Lúðrasveitar verkalýðsins árið 1953, lék á kornett með sveitinni í tæpa tvo áratugi og var gerður að heiðursfélaga lúðrasveitarinnar árið 1991. Hann var einnig þekkt [[tónskáld]], samdi meðal annars tónlist við leikritið ''[[Deleríum Búbónis]]'', sem bróðir hans, [[Jónas Árnason]], var meðhöfundur að. Jón Múli fæddist á [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]. Foreldrar hans voru ''Árni Jónsson'' í Múla og ''Ragnheiður Jónasdóttir'' frá Brennu í Reykjavík.
 
Árið 1981 gáfu [[SG - hljómplötur|SG - hljómplötum]] út plötuna [[Ýmsir - Lög Jóns Múla Árnasonar|Lög Jóns Múla Árnasonar]]. Er þar safnað saman flestum vinsælustu lögum Jóns Múla en sum þeirra höfðu áður verið gefin út á litlum plötum.
 
{{Stubbur|Æviágrip}}