Munur á milli breytinga „Aðþrengdar eiginkonur (1. þáttaröð)“

ekkert breytingarágrip
 
Þegar Deirdre er ásökuð um að vera komin aftur í eiturlyfin, lemur hún Paul og ætlar að sækja son sinn. Mary Alice, staðráðin í að stoppa hana, stingur hana með hníf. Hún deyr stuttu eftir það og athugar Mary Alice handlegginn á Deirdre til að leita að sprautuförum (hún er þurr) og segir Paul að losa þau við líkið og setur hann Deirdre í leikfangakistu Zachs og grefur hana undir botninum í sundlauginni í garðinum. Allt þetta gerist á meðan hinn fjögurra ára Zach fylgist með úr stiganum. Mary Alice reiknar ekki með að einn nágranna hennar, Martha Huber komist að leyndarmáli sínu í gegnum systur Mörthu, Feliciu Tilman (sem Mary Alice hafði unnið með áður en hún flutti til Fairview). Eftir að hún kemst að leyndarmálinu, reynir Martha að kúga Mary Alice. Í staðinn fyrir að horfast í augu við aðstæður, drepur Mary Alice sig.
 
Seinna, þegar Paul kemst að þessu, drepur hann Mörthu eftir að hún segist ekki sjá eftir að hafa kúgað þau. Paul segir Mike (fyrrum ástmanni Deirdre) þetta þegar hann fer með Paul í eyðimörkina, og ætlar að drepa hann, en skilur hann eftir þar þegar hann áttar sig á því að Zach er sonur sinn.
 
Það kemur á óvart að eiginmaður Bree, Rex ([[Steven Culp]]) deyr af eitrun stuttu eftir að George Williams, lyfjafræðingur sem er ástfanginn af Bree, á við hjartalyf Rex og Bree tefur viljandi læknisaðstoð fyrir Rex. Hegðun Bree orsakast af reiði út í Rex vegna þess George sagði henni (en hann laug) að Rex hefði talað um kynlíf þeirra hjóna við samstarfsmenn sína, eða nánar tiltekið um það að Bree væri að reyna að fullnægja þörfum BDSM þörfum Rex.
1.242

breytingar