„Þjóðhagsstofnun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 2:
 
== Þjóðhagsstofnun lögð niður ==
Árið [[1988]], þegar [[Þorsteinn Pálsson]] var forsætisráðherra, voru uppi hugmyndir um að leggja Þjóðhagsstofnun niður og láta [[Hagstofa Íslands|Hagstofuna]] sjá um þann hluta starfseminnar sem sneri að upplýsingasöfnun. Þetta kom til eftir að Þorsteinn varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með Þórð Friðjónsson, forstjóra stonunarinnar. Mikill [[atgervisflótti]] hafði verið úr stofnunni, að sögn vegna óánægju með Þórð, en nýtt fólk hafði komið í staðinn en deildar meiningar voru um hæfni þess, helst vegna ónógrar þjálfunar. Auk þess var uppi orðrómur um það úr öðrum áttum að menn vissu aldrei hvort spár stofnunarinnar væru hlutlausar eða háðar vilja ríkisstjórnarinnar. Sagt var að þetta hafði drepið mikilvægi stofnunarinnar á dreif. Hugmyndin um að sameinaleggja niður Þjóðhagsstofnun <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3325276 Eyjólfur Konráð á villigötum; grein í Alþýðublaðinu 1987]</ref> eða sameina hana Hagstofunni voru þó ekki nýjar af nálinni. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2542725 Hugmyndir um að leggja Þjóðhagsstofnun niður; grein í DV 1988]</ref> Sama ár var unnið að úttekt á stöðu atvinnu- og efnahagsmálum í [[Byggðastofnun]], Þjóðhagsstofnun og í [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]] til handa forsætisráðherra vegna efnahagsástandsins, og Þorsteinn Pálsson sagði í vitali við [[Alþýðublaðið]] að...
 
:Þetta er nauðsynlegt til að meta þær breytingar sem eru að verða í þjóðarbúskapnum og menn verða að gera sér grein fyrir því að þær eru alvarlegar. Ef kaupmáttur útflutningsteknanna heldur áfram að hrapa og við drögum ekki saman eyðsluna þá myndast hér viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun sem ekki verður unað við. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3329676 Verðum að horfast í augu við gjörbreyttar aðstæður; grein í Alþýðublaðinu 1988]</ref>